Félagsbréf - 01.09.1963, Blaðsíða 41

Félagsbréf - 01.09.1963, Blaðsíða 41
mikil mistök. Sagan fer þá út á helj- arþröm, því að svo fast er hún tengd aðalpersónunni. Þegar ég lít núna yfir söguna, sé ég ýmislegt, sem betur hefði mátt fara, en flest er það smáatriði, en mistökin virðast mér fyrst og fremst þessi: Höfundurinn flaskar á því að h'ta ofstórt á sjálfan sig. Hann er sem sé ekki svo mikils metinn höfundur, að sjálfsagt þyki að leita að tilgangi hans, liggi hann ekki strax í augum uppi. Þó að Snorri sé aðalpersóna í sög- unni, er hann þar ævinlega þolandi, aldrei frumkvöðull. Hann berst yfir sögusviðið til að bregða upp sem allra raunsönnustum myndum af þeim ein- staklingum, sem á vegi lians verða, og af ýmsum fyrirbærum þjóðlífsins, ekki til að deila á þau, heldur til að skýra eðli þeirra. Eigi hann að geta þetta, má hann ekki rísa gegn umhverfi sínu. Hann gerir það ekki. Eg hélt, að lýs- ingin á bernsku hans, á öllu stríði hans, nægði til að sýna, að af honum er varla annars að vænta en fram kem- ur. Nú hefði það að vísu vel mátt tak- ast að láta Snorra ekki byrgja allt mótdrægt inni í eigin barmi hjá önug- lyndi sínu. Láta hann með öðrum orð- um rísa gegn öllu sér ógeðfelldu. En þá er það önnur saga um allt annan mann með önnur viðfangsefni, — og annar tilgangur sögunnar. Hver sá les- andi, sem aðeins sér veilurnar í fari Snorra, — og þær sjá auðvitað allir, — en skilur ekki eðli þeirra og orsak- ir, hlýtur að verða fyrir vonbrigðum með söguna. Hann skilur ekki, hvers vegna aðalpersónan smækkar raunveru- lega alltaf meira og rneira og eftir því sem lengra bður. Honum finnst spennan í verkinu löngu fallin áður en því lýkur. Frá sjónarmiði höfundar horfir hér öðruvísi við. Það, að spenna verði mest í sögulok, virðir hann minnst alls. Höfundurinn lítur svo til, að hann hafi skilið Snorra Pétursson rétt og þessvegna verða hughvörf hans, þegar þau loksins koma, að vera nokkuð óá- kveðin og tvíátta, eins og maðurinn er sjálfur. Annað væri glansmynd og gerð eftir forskrift. Eitthvað er þó að og ekki eins og vera ber, úr því að þú ert ekki með á nótunum. Það sem þú segir í lok greinar þinnar um að „aðalpersónan lokist“ í þessari sögu er út í hött. Ég get ekki samþykkt það og er mér þó heiður að samfylgdinni, sem þú gefur mér. Mig grunar, að of- mikið sé gert að því að „opna aðalper- sónuna“ og vegna þess verður hún hvimleiðari en skyldi þeim, sem ekki nenna að skilja hana og gefa henni lít- ið eitt af umburðarlyndi. Einhver sagði við mig, að þessi saga væri þrungin bölsýni. Ekki líkar mér það. Fólkið, sem við sögu kemur, eru reyndar eng- in dyggðablóð og samfélagshættir þess eru kannski ekki betri en í meðallagi, og ekki bendir sagan á úrlausn á vanda- málum þess. En hún dæmir fólkið ekki, sýnir aðeins, hvernig það er. Meðan til eru allt í kringum okkur menn, eins og séra Gísli á Stað, Magnús Hall- grímsson kaupmaður og Jónas brúa- smiður, þarf engrar bölsýni með. Þess- ir þrír eru fulltrúar ólíkra sjónarmiða í bókinni, en auk þeirra er þar mikill fjöldi fólks, sem öllu öðru fólki ætti að þykja vænt um. Sjálfum þykir mér vænst um Snorra Pétursson, þrátt fyr- FÉLAGSBRÉF 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.