Félagsbréf - 01.09.1963, Blaðsíða 49

Félagsbréf - 01.09.1963, Blaðsíða 49
meginatriðum, hvaða trygging er þá fyrir því, að hið kommúnistíska kerfi geti ekki enn fætt af sér nýjan Jósef Stalín. Höfundur telur, að sá tími komi, að Stalínisminn verði afnuminn með öllu. Betur, að satt væri, en hvernig getur hann verið sannfærður? Á því fæst engin skýring. Djilas segir í bók sinni, að í raun- inni hafi Stalín verið kjörinn fulltrúi þeirra afla, er að haki honum stóðu, hann hafi verið tæki þeirra og hins kommúníska valdakerfis um áratuga skeið. Síðar hafi hann orðið fórnardýr þeirra — en um seinan, „afstalínunin“ hefði þurft að hefjast miklu fyrr til að koma að notum. Stalín hafi einmitt haft þann mann að geyma, er skipu- lagið þarfnaðist. Hafa einhverjar þær grundvallar- breytingar orðið á skipulagi flokks og ríkis, er geri valdatöku nýs einvalds ó- hugsanlega? Ekki hefur þeirra orðið vart og ekki liefur höfundur séð þær. I hinni miklu bók Vishinskys um lög og stjórnarskrá Stalíns (749 bls. og ein þekktasta kennslubók í Sovétríkj- unum í þjóðfélagsfræðum)* er haft eftir Stalín: „Völdin eru í höndum þeirra sem stjórna, en ekki þeirra sem kjósa.“ Lokaorð Vishinskys í nefndri bók eru eitthvað á þessa leið: F.kkert auðvaldsþjóðfélag hefur nokkru sinni þekkt aðra eins kjörsókn og tíðkast í Sovétlýðveldunum. Kosningar í Sovét- ríkjunum og stjórnarskrá Stalíns hafa enn einu sinni sýnt gjörvöllum heim- inum, að hið sovézka lýðræði tryggir * Otg. af Macmillan i New York 1954: The Law of the Soviet State þá stjórn fólksins, er beztu menn mann- kynsins hafa látið sig dreyma um. Hefur þetta breytzt? Hafa núver- andi valdhafar fellt niður slíkt tal ? Ekki hefur þess orðið vart. Um þetta hefur Arnór þau orð, að kjörsóknin hafi sjaldan farið yfir 100%. Þó að höfundur geri að vonum mik- ið úr ferli Iiins kaldrifjaða einræðis- herra, verður vart dregin önnur álykt- un af skoðunum hans og framsetningu, en að Stalínisminn sé í rauninni kerfi, valdakerfi, sem ekki sé bundið við einn mann og enn sé við lýði að veru- legu leyti. í dag sé framkvæmd þess mildari, hvað á morgun kunni að ger- ast sé í rauninni óráðin gáta. En hér er afstaða höfundar tvíbent. Eftir að liafa rakið harmatölu þriggja áratuga leggur hann ekki út í umræð- ur um orsökina og skilgreinir ekki vandann. Lesandinn er jafn nær um það að loknum lestri bókarinnar, hvort hér sé við manninn eða kerfið að sak- ast. Hugleiðingar höfundar um „asíat- isma“ og austræna grimmd koma lítt til hjálpar. Og hér á höfundur ekki einn sök. Islenzkir „sósíalistar“ forð- ast eins og heitan eldinn að ræða Jiessi mál, þó að þeir, a. m. k. hinir yngri, telji sig fullgilda baráttumenn í af- stalínuninni. Ristir hneykslunin kannski ekki svo djúpt þegar öllu er á botninn hvolft hjá sumum þeirra. Um heilindi höfundar er þó erfitt að efast. Hugsjónir höfundar hafa ekki rætzt. Hann hefur séð stefnuna í framkvæmd og haft kjark og manndóm til að lýsa henni eins og hún kom honum fyrir sjónir. Fyrir það á hann skildar þakkir og virðingu. FÉLAGSBRÉF 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.