Félagsbréf - 01.09.1963, Blaðsíða 17

Félagsbréf - 01.09.1963, Blaðsíða 17
ÓLAFUR JÓNSSON Ogþó svo nýr Sumir lesendur Hannesar Pétursson- ar munu hafa orðið fyrir vonbrigðum vegna síðari bóka hans og telja þær með engu móti jafnast á við hina fyrstu; og er það víst skiljanlegt. Kvæðabók var fágætlega þokkasælt verk, og álitamál hvort Hannes hefur nokkuð ort jafn vel og sum beztu Ijóðin í þeirri bók. Hins vegar verður hann ekki sakaður um að „yrkja sig upp“ eða síðari ljóðabækur hans kall- aðar tómt bergmál hinnar fyrstu. I báðum virðist viðleitni hans einatt stefna í nýjar áttir; og eins og vera ber sér hinna nýju viðhorfa mestan stað í síðustu bókinni. En hinn jafn- vægi, heili tónn Kvæðabókar, eða öllu heldur: það jafngildi hugsunar og skynjunar sem mestu mun ráða um heilsteyptan þokka þessara ljóða, virðist manni ekki hafa enzt honum síðan. í Sögum að norðan, einu prósabók Hannesar til þessa, stendur örstuttur þáttur sem nefnist Maður í tjaldi. Þar Hannes Pétursson: Stund og staðir. Helgafell, Reykjavík 1962. Hendingar mínar höndliS lif vorsins! er engin eiginleg saga sögð, aðeins lýst óljósri, lítt meðvitaðri sársauka- kennd sem andartak kviknar í huga fáföruls afdalamanns á heiðinni, en samt er sagan sérkennilega fullgerð: mynd mannsins á heiðinni er afmörkuð og heil, og hún er á einhvern hátt mjög nákomin náttúrulýsingunni í þættinum. Svipuðu máli gegnir um aðra sögu að norðan, Skyttuna, þar sem segir af slysaskoti á greni en að baki vakir hálfdulin ástarsaga. Þar er hugblær sögunnar, eða tilfinning henn- ar, bókfest þegar í upphafsorðunum: „Kvöldregn eins og dropar úr silki. Kvöldregn og birta. Vot kindaslóð; þagnaður fugl. Einhvers staðar renn- andi vatn.“ Sama hlutverki gegnir „ró- andi árniðurinn“ í sögulokin í Manni í tjaldi og lýsing heiðarinnar í upphafi: Þegar ekið var á sumrin eins og leið lá austur heiðina, virtust ellefu hvítir hestar standa hlið við hlið á holtinu fram undan. En þegar nær var komið sást að þetta voru vegavinnutjöld. ....Þá var kvöldsól í fjallaskörðun- um að vestan og í hlíðunum and- spænis, en í gilinu með fram veginum var birtan blýgrá, og eins við tjöldin. FÉLAGSBRÉF 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.