Félagsbréf - 01.09.1963, Síða 17

Félagsbréf - 01.09.1963, Síða 17
ÓLAFUR JÓNSSON Ogþó svo nýr Sumir lesendur Hannesar Pétursson- ar munu hafa orðið fyrir vonbrigðum vegna síðari bóka hans og telja þær með engu móti jafnast á við hina fyrstu; og er það víst skiljanlegt. Kvæðabók var fágætlega þokkasælt verk, og álitamál hvort Hannes hefur nokkuð ort jafn vel og sum beztu Ijóðin í þeirri bók. Hins vegar verður hann ekki sakaður um að „yrkja sig upp“ eða síðari ljóðabækur hans kall- aðar tómt bergmál hinnar fyrstu. I báðum virðist viðleitni hans einatt stefna í nýjar áttir; og eins og vera ber sér hinna nýju viðhorfa mestan stað í síðustu bókinni. En hinn jafn- vægi, heili tónn Kvæðabókar, eða öllu heldur: það jafngildi hugsunar og skynjunar sem mestu mun ráða um heilsteyptan þokka þessara ljóða, virðist manni ekki hafa enzt honum síðan. í Sögum að norðan, einu prósabók Hannesar til þessa, stendur örstuttur þáttur sem nefnist Maður í tjaldi. Þar Hannes Pétursson: Stund og staðir. Helgafell, Reykjavík 1962. Hendingar mínar höndliS lif vorsins! er engin eiginleg saga sögð, aðeins lýst óljósri, lítt meðvitaðri sársauka- kennd sem andartak kviknar í huga fáföruls afdalamanns á heiðinni, en samt er sagan sérkennilega fullgerð: mynd mannsins á heiðinni er afmörkuð og heil, og hún er á einhvern hátt mjög nákomin náttúrulýsingunni í þættinum. Svipuðu máli gegnir um aðra sögu að norðan, Skyttuna, þar sem segir af slysaskoti á greni en að baki vakir hálfdulin ástarsaga. Þar er hugblær sögunnar, eða tilfinning henn- ar, bókfest þegar í upphafsorðunum: „Kvöldregn eins og dropar úr silki. Kvöldregn og birta. Vot kindaslóð; þagnaður fugl. Einhvers staðar renn- andi vatn.“ Sama hlutverki gegnir „ró- andi árniðurinn“ í sögulokin í Manni í tjaldi og lýsing heiðarinnar í upphafi: Þegar ekið var á sumrin eins og leið lá austur heiðina, virtust ellefu hvítir hestar standa hlið við hlið á holtinu fram undan. En þegar nær var komið sást að þetta voru vegavinnutjöld. ....Þá var kvöldsól í fjallaskörðun- um að vestan og í hlíðunum and- spænis, en í gilinu með fram veginum var birtan blýgrá, og eins við tjöldin. FÉLAGSBRÉF 13

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.