Félagsbréf - 01.09.1963, Blaðsíða 14
5. maí 1921.
E. Benediktsson
I, Southampton Row, London W. C.
Dr. Alexander Jóhannesson
Rvík.
— Af því að skeytið sem jeg sendi
yður flutti ekki greinarmerki legg jeg
nú hjermeð endurrit af kvæðinu — og
bið yður vinsamlega að lesa próförk-
ina mjög nákvæmt eptir því. —- Drápan
er sama sem fullgerð — og vona jeg
að póstferðir fari nú að lagast svo að
hægt sje að skiptast á brjefum reglu-
lega við Island, fram úr þessu. —
Það var alls ekki ætlun mín að þjer
ættuð að kosta upp á símskeyti vegna
þessa kvæðis. En af því að þjer höfð-
uð borgað svar fyrirfram (150 orðf
var svar mitt greitt af peningum sem
þjer höfðuð lagt inn á símstöðina
heima. Mig minnir að svar frá mjer
kostaði eitthvað nálægt 8 sli. Það sem
eptir er af greiðslu yðar til pósthúss-
ins í Rvk verðið þjer að heimta endur-
horgað til yðar.
Jæja, kæri doktor, þá hafið þjer loks-
ins fengið þetta einsog það á að vera.
Mjer var það sönn ánægja að vrkja
til konungs vors. Jeg hef alltaf unnað
honum mjög fyrir fánamálið; því
mjer var kunnugt um það, frá upp-
hafi til enda, hvernig hann kom fram
í því. Þetta er alveg inter nos. Jeg
þarf ekki að gjöra neinum grein fyrir
því að ég er auðvitað loyal og kon-
unghollur, einsog jeg á ætt til. En jeg
vildi gjarnan taka það fram privat
við yður, sem hafið skrifað mjer um
þetta virðulega erindi frá Háskólanum
Einar Benediktsson.
— að það er allt sönn meining mín
og sannfæring sem jeg segi um þakk-
lætisskyldu íslendinga við þennan
konung.
Mjer væri mikil ánægja að því að
fá að sjá lagið sem jeg býst við að
verði samið við kvæðið. Jeg ætlaðist
til þess að sama „motiv“ væri í fyrri
og síðari hlutanum — en, einsog jeg
aðeins bendi til í skeytinu, átti breyt-
ingin að vera á borð við rímið. einsog
jeg vjek því við.
Jeg bið yður gjöra svo vel að rífa
sundur hitt eintakið af kvæðinu sem
jeg sendi fyr, því jeg hef gjört nokkrar
breytingar frá því í þessu eintaki sem
jeg sendi hjermeð.
Með vinsamlegri kveðju
Yðar E. Benediktsson.
10 FÉLAGSBRÉF