Félagsbréf - 01.09.1963, Blaðsíða 19

Félagsbréf - 01.09.1963, Blaðsíða 19
nasla og lúnir? Þetta má vera dæmi einnar þeirrar breytingar á ljóðstíl Hannesar sem mér virðist sízt horía tii batnaðar. Áherzlubreytingin í ljóðstíl Hannes- ar Péturssonar eftir að Kvæðabók slepp- ir birtist vel í Söngvum til jarðarinn- ar. „Lífið er guð og enginn guð nema það“: þessi einkunnarorð kvæðaflokks- ins gætu að vísu staðið fyrir öllum skáldskap Hannesar, þau votta engin róttæk stefnuhvörf í heimsskoðun, lífs- viðhorfum skáldsins. En áherzlan á gildi hins jarðneska lífs er hér ríkari, meðvitaðri en fyrr; dálæti hans á áþreifanlegum, jarðneskum munum og fyrirbærum, sem á ríkan hlut að þokka allra beztu ljóða hans til þessa, hlýtui hér áréttingu meðvitaðrar „heimspeki“; og Söngvum til jarðarinnar er beinlínis ætlað að túlka þetta viðhorf: Þyrstum huga safna ég h'finu saman í sérhverri hreinni nautn: í lestri, i kossi — svo allt verður tilfinning, dýrmæt og daglega ný. En dauðinn á eftir að koma. Hann veit hvar ég bý. Þessar línur sýnist mega lesa sem stefnulýsingu Hannesar Péturssonar í 1 sumardölum og í senn lýsingu þess lífsvanda sem ljóð hans leitast við að tjá og leysa. Áherzlan á lífsnautn og tilfinningu er sprottin af vitundinni um stöðuga návist dauðans og þar með liverfleik allra hluta, — óhöndlanleik þeirra: þessi vitund er ævinlega nærri í sumardölum og síðan Stund og stöð- um meðan skáldið virtist grunlausara í Kvæðabók, eða hverfleikahugsunin a. m. k. ekki jafn ásækin. Hvert einasta Ijóð í I sumardölum ber með einhverju móti merki þessarar togstreitu. Kröfunni um „dýrmæta og daglega nýja“ tilfinningu fylgir skarp- ari og sérhæfðari sýn tii hins jarðneska og hversdagslega: hinn sjálfgefni hversdagssvipur ljóðmálsins í Kvæða- bók er horfinn, það er sumpart við- hafnarlegra og hátíðlegra en fyrr, sum- part mótaðra, „myndrænna" í bóklegri merkingu. Með þessu er engan veginn sagt að í sumardölum sé „lakara“ verk en Kvæðabók, en óneitanlega jafnast fæst einstök ljóð þar á við beztu ljóðin í fyrri bókinni. í Kvæðabók var ljóð- stíll Hannesar heilsteyptur, jafnvægur; í sumardölum á gildi sitt mestallt í sjálfri stílviðleitninni, þeim drögum sem þar eru að nýrri stílsköpun. 1 Söngvum til jarðarinnar t. d. má enn sjá hversu Hannesi getur auðnazt að skynja hugsun sína rétt, leiða til einn- ar sannfærandi heildár raunsæja, hlut- bundna lýsingu, upphafna náttúru- skoðun og loks hreiria hugsýn: Morgnar við sjóinn í maí: mjólkurhvítt logn um fjörðinu, ritan að rápa um grjótið, ]>að rýkur frá einstaka bæ. Og hreinir fjallanna skaflar speglast! ó drifhvítu dreglar á djúpum skínandi sjó. Hyggst frelsarinn ganga út fjörðinn feta dúnmjúka vatnið í fyrsta sinn frá því hann dó? En fátítt er að heil kvæði njóti þess- ara vinnubragða; hitt er tíðast að ljóð- FÉLAGSBRÉF 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.