Félagsbréf - 01.09.1963, Side 19

Félagsbréf - 01.09.1963, Side 19
nasla og lúnir? Þetta má vera dæmi einnar þeirrar breytingar á ljóðstíl Hannesar sem mér virðist sízt horía tii batnaðar. Áherzlubreytingin í ljóðstíl Hannes- ar Péturssonar eftir að Kvæðabók slepp- ir birtist vel í Söngvum til jarðarinn- ar. „Lífið er guð og enginn guð nema það“: þessi einkunnarorð kvæðaflokks- ins gætu að vísu staðið fyrir öllum skáldskap Hannesar, þau votta engin róttæk stefnuhvörf í heimsskoðun, lífs- viðhorfum skáldsins. En áherzlan á gildi hins jarðneska lífs er hér ríkari, meðvitaðri en fyrr; dálæti hans á áþreifanlegum, jarðneskum munum og fyrirbærum, sem á ríkan hlut að þokka allra beztu ljóða hans til þessa, hlýtui hér áréttingu meðvitaðrar „heimspeki“; og Söngvum til jarðarinnar er beinlínis ætlað að túlka þetta viðhorf: Þyrstum huga safna ég h'finu saman í sérhverri hreinni nautn: í lestri, i kossi — svo allt verður tilfinning, dýrmæt og daglega ný. En dauðinn á eftir að koma. Hann veit hvar ég bý. Þessar línur sýnist mega lesa sem stefnulýsingu Hannesar Péturssonar í 1 sumardölum og í senn lýsingu þess lífsvanda sem ljóð hans leitast við að tjá og leysa. Áherzlan á lífsnautn og tilfinningu er sprottin af vitundinni um stöðuga návist dauðans og þar með liverfleik allra hluta, — óhöndlanleik þeirra: þessi vitund er ævinlega nærri í sumardölum og síðan Stund og stöð- um meðan skáldið virtist grunlausara í Kvæðabók, eða hverfleikahugsunin a. m. k. ekki jafn ásækin. Hvert einasta Ijóð í I sumardölum ber með einhverju móti merki þessarar togstreitu. Kröfunni um „dýrmæta og daglega nýja“ tilfinningu fylgir skarp- ari og sérhæfðari sýn tii hins jarðneska og hversdagslega: hinn sjálfgefni hversdagssvipur ljóðmálsins í Kvæða- bók er horfinn, það er sumpart við- hafnarlegra og hátíðlegra en fyrr, sum- part mótaðra, „myndrænna" í bóklegri merkingu. Með þessu er engan veginn sagt að í sumardölum sé „lakara“ verk en Kvæðabók, en óneitanlega jafnast fæst einstök ljóð þar á við beztu ljóðin í fyrri bókinni. í Kvæðabók var ljóð- stíll Hannesar heilsteyptur, jafnvægur; í sumardölum á gildi sitt mestallt í sjálfri stílviðleitninni, þeim drögum sem þar eru að nýrri stílsköpun. 1 Söngvum til jarðarinnar t. d. má enn sjá hversu Hannesi getur auðnazt að skynja hugsun sína rétt, leiða til einn- ar sannfærandi heildár raunsæja, hlut- bundna lýsingu, upphafna náttúru- skoðun og loks hreiria hugsýn: Morgnar við sjóinn í maí: mjólkurhvítt logn um fjörðinu, ritan að rápa um grjótið, ]>að rýkur frá einstaka bæ. Og hreinir fjallanna skaflar speglast! ó drifhvítu dreglar á djúpum skínandi sjó. Hyggst frelsarinn ganga út fjörðinn feta dúnmjúka vatnið í fyrsta sinn frá því hann dó? En fátítt er að heil kvæði njóti þess- ara vinnubragða; hitt er tíðast að ljóð- FÉLAGSBRÉF 15

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.