Félagsbréf - 01.09.1963, Blaðsíða 46

Félagsbréf - 01.09.1963, Blaðsíða 46
Höfundur rekur all víða og styður með tilvitnunum, að það var skoðun Leníns, að forsenda þess, að bylting bolsevíkka mætti takast í Rússlandi og Sovétríkjunum öllum, væri sú, að í kjölfar hennar kæmi sósíalistísk bylt- ing 1 hinum háþróuðu og iðnvæddu Vesturlöndum ■—- einkum í Vestur- Evrój)u. Án slíkrar þróunar yrðu mörg erfið spor á vegi byltingarþróunarinn- ar í hinum frumstæðu löndum Sovét- ríkjanna. Ekki verður annað skilið, en að höf- undur telji, að hér hafi hinn glöggi leiðtogi bolsevíkka haft lög að mæla, hin rússneska bylting hafi einangrazl og framkvæmd hennar lent í annarra höndum en skyldi, en sú saga hefur þegar verið rakin að hluta. En hvernig horfðu önnur mál við á þessu aðal- skeiði kommúnismans? Hlynnti hinn mikli foringi kannski að atvinnuveg- unum, fátækum almenningi, verkalýðs- félögunum — eða ef til vill listum og bókmenntum? Horium var kannski ekki alls varnað? Hvað hefur höfundur að segja um þetta? í atvinnuvegunum réð ein höfuð- skepna lögum og lofum: skriffinnskan, sem „gerir ætíð ráð fyrir, að hver borg- ari, sem leitar á hennar náðir sé bjáni“. Hún lagði meira að segja undir sig sjálf óskabörnin: „Verkalýðsfélög og flokksfélög, sem eiga að vera tæki al- þýðu í baráttunni gegn skriffinnsk- unni, eru sjálf skriffinnskufyrirtæki, sem lítið geta gert“. í landbúnaðar- ráðuneytinu voru stjórnardeildirnar 422, á hverja tvo starfsmenn kom einn yfirmaður. Grasrækt var að áliti Stalíns grundvöllur sovézks landbúnað- ar. Andstæðingar grasræktar voru þjóðaróvinir. Dráttarvélar taldi hann ónothæfar, vegna þess hve þær „þrýstu á jarðveginn“. Að lokum upplýsir höfundur, að sæmileg ujsjrskera haustið 1962 liafi vakið vonir um, að matvæla- skorturinn yrði ekki tilfinnanlegur. Ymislegt hefur höfundur að segja um kjör fólksins og daglegt líf. Stúlka nokkur gleymir sér við að horfa á Iðunnarskó höfundar, og Álafossúlpu sína gat hann aðeins notað skamma stund. Hún var of vestræn. Þröngar skálmar voru beinlínis andsovézkar. Og þetta var ejtir dauða liins mikla valds. Fram á síðustu ár, hefur „megin- þorri fjölskyldna í Moskvu orðið að sætta sig við að deila húsnæði með þrem, sex eða átta öðrum fjölskyld- um, og hver fyrir sig hafði þá kannski til sinna nota — eitt — eða hálft herhergi“. En hvernig var þá búið að verka- manninum í þessu ríki hans? Tilskijmn um ákvörðun launa með kaup- og kjarasamningum hefur aldrei verið framkvæmd, ríkisvaldið ákvarð- ar launin. 1 hinu stalíníska þjóðfélagi varð „hinn vinnandi maður þræll rík- isins í stað auðmagnsins áður.“ Hvað þá um listirnar? Var ef til vill hlynnt að þeim? Um það efni talar höfundur hvað skýrast: Árið 1946 var mikið þurrkaár og þá kvað eitt ljóðskáld þessara ára: „Þjóðin hugsaði um þetta. Beið. Sú hugsun hjó í huga Stalíns. Yfir korti af föðurlandi mínu beygði sig Maður. Hann heyrir rafmagnsstöðva þys. 42 FÉLAGSBRÉF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.