Félagsbréf - 01.09.1963, Page 46

Félagsbréf - 01.09.1963, Page 46
Höfundur rekur all víða og styður með tilvitnunum, að það var skoðun Leníns, að forsenda þess, að bylting bolsevíkka mætti takast í Rússlandi og Sovétríkjunum öllum, væri sú, að í kjölfar hennar kæmi sósíalistísk bylt- ing 1 hinum háþróuðu og iðnvæddu Vesturlöndum ■—- einkum í Vestur- Evrój)u. Án slíkrar þróunar yrðu mörg erfið spor á vegi byltingarþróunarinn- ar í hinum frumstæðu löndum Sovét- ríkjanna. Ekki verður annað skilið, en að höf- undur telji, að hér hafi hinn glöggi leiðtogi bolsevíkka haft lög að mæla, hin rússneska bylting hafi einangrazl og framkvæmd hennar lent í annarra höndum en skyldi, en sú saga hefur þegar verið rakin að hluta. En hvernig horfðu önnur mál við á þessu aðal- skeiði kommúnismans? Hlynnti hinn mikli foringi kannski að atvinnuveg- unum, fátækum almenningi, verkalýðs- félögunum — eða ef til vill listum og bókmenntum? Horium var kannski ekki alls varnað? Hvað hefur höfundur að segja um þetta? í atvinnuvegunum réð ein höfuð- skepna lögum og lofum: skriffinnskan, sem „gerir ætíð ráð fyrir, að hver borg- ari, sem leitar á hennar náðir sé bjáni“. Hún lagði meira að segja undir sig sjálf óskabörnin: „Verkalýðsfélög og flokksfélög, sem eiga að vera tæki al- þýðu í baráttunni gegn skriffinnsk- unni, eru sjálf skriffinnskufyrirtæki, sem lítið geta gert“. í landbúnaðar- ráðuneytinu voru stjórnardeildirnar 422, á hverja tvo starfsmenn kom einn yfirmaður. Grasrækt var að áliti Stalíns grundvöllur sovézks landbúnað- ar. Andstæðingar grasræktar voru þjóðaróvinir. Dráttarvélar taldi hann ónothæfar, vegna þess hve þær „þrýstu á jarðveginn“. Að lokum upplýsir höfundur, að sæmileg ujsjrskera haustið 1962 liafi vakið vonir um, að matvæla- skorturinn yrði ekki tilfinnanlegur. Ymislegt hefur höfundur að segja um kjör fólksins og daglegt líf. Stúlka nokkur gleymir sér við að horfa á Iðunnarskó höfundar, og Álafossúlpu sína gat hann aðeins notað skamma stund. Hún var of vestræn. Þröngar skálmar voru beinlínis andsovézkar. Og þetta var ejtir dauða liins mikla valds. Fram á síðustu ár, hefur „megin- þorri fjölskyldna í Moskvu orðið að sætta sig við að deila húsnæði með þrem, sex eða átta öðrum fjölskyld- um, og hver fyrir sig hafði þá kannski til sinna nota — eitt — eða hálft herhergi“. En hvernig var þá búið að verka- manninum í þessu ríki hans? Tilskijmn um ákvörðun launa með kaup- og kjarasamningum hefur aldrei verið framkvæmd, ríkisvaldið ákvarð- ar launin. 1 hinu stalíníska þjóðfélagi varð „hinn vinnandi maður þræll rík- isins í stað auðmagnsins áður.“ Hvað þá um listirnar? Var ef til vill hlynnt að þeim? Um það efni talar höfundur hvað skýrast: Árið 1946 var mikið þurrkaár og þá kvað eitt ljóðskáld þessara ára: „Þjóðin hugsaði um þetta. Beið. Sú hugsun hjó í huga Stalíns. Yfir korti af föðurlandi mínu beygði sig Maður. Hann heyrir rafmagnsstöðva þys. 42 FÉLAGSBRÉF

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.