Félagsbréf - 01.09.1963, Page 49

Félagsbréf - 01.09.1963, Page 49
meginatriðum, hvaða trygging er þá fyrir því, að hið kommúnistíska kerfi geti ekki enn fætt af sér nýjan Jósef Stalín. Höfundur telur, að sá tími komi, að Stalínisminn verði afnuminn með öllu. Betur, að satt væri, en hvernig getur hann verið sannfærður? Á því fæst engin skýring. Djilas segir í bók sinni, að í raun- inni hafi Stalín verið kjörinn fulltrúi þeirra afla, er að haki honum stóðu, hann hafi verið tæki þeirra og hins kommúníska valdakerfis um áratuga skeið. Síðar hafi hann orðið fórnardýr þeirra — en um seinan, „afstalínunin“ hefði þurft að hefjast miklu fyrr til að koma að notum. Stalín hafi einmitt haft þann mann að geyma, er skipu- lagið þarfnaðist. Hafa einhverjar þær grundvallar- breytingar orðið á skipulagi flokks og ríkis, er geri valdatöku nýs einvalds ó- hugsanlega? Ekki hefur þeirra orðið vart og ekki liefur höfundur séð þær. I hinni miklu bók Vishinskys um lög og stjórnarskrá Stalíns (749 bls. og ein þekktasta kennslubók í Sovétríkj- unum í þjóðfélagsfræðum)* er haft eftir Stalín: „Völdin eru í höndum þeirra sem stjórna, en ekki þeirra sem kjósa.“ Lokaorð Vishinskys í nefndri bók eru eitthvað á þessa leið: F.kkert auðvaldsþjóðfélag hefur nokkru sinni þekkt aðra eins kjörsókn og tíðkast í Sovétlýðveldunum. Kosningar í Sovét- ríkjunum og stjórnarskrá Stalíns hafa enn einu sinni sýnt gjörvöllum heim- inum, að hið sovézka lýðræði tryggir * Otg. af Macmillan i New York 1954: The Law of the Soviet State þá stjórn fólksins, er beztu menn mann- kynsins hafa látið sig dreyma um. Hefur þetta breytzt? Hafa núver- andi valdhafar fellt niður slíkt tal ? Ekki hefur þess orðið vart. Um þetta hefur Arnór þau orð, að kjörsóknin hafi sjaldan farið yfir 100%. Þó að höfundur geri að vonum mik- ið úr ferli Iiins kaldrifjaða einræðis- herra, verður vart dregin önnur álykt- un af skoðunum hans og framsetningu, en að Stalínisminn sé í rauninni kerfi, valdakerfi, sem ekki sé bundið við einn mann og enn sé við lýði að veru- legu leyti. í dag sé framkvæmd þess mildari, hvað á morgun kunni að ger- ast sé í rauninni óráðin gáta. En hér er afstaða höfundar tvíbent. Eftir að liafa rakið harmatölu þriggja áratuga leggur hann ekki út í umræð- ur um orsökina og skilgreinir ekki vandann. Lesandinn er jafn nær um það að loknum lestri bókarinnar, hvort hér sé við manninn eða kerfið að sak- ast. Hugleiðingar höfundar um „asíat- isma“ og austræna grimmd koma lítt til hjálpar. Og hér á höfundur ekki einn sök. Islenzkir „sósíalistar“ forð- ast eins og heitan eldinn að ræða Jiessi mál, þó að þeir, a. m. k. hinir yngri, telji sig fullgilda baráttumenn í af- stalínuninni. Ristir hneykslunin kannski ekki svo djúpt þegar öllu er á botninn hvolft hjá sumum þeirra. Um heilindi höfundar er þó erfitt að efast. Hugsjónir höfundar hafa ekki rætzt. Hann hefur séð stefnuna í framkvæmd og haft kjark og manndóm til að lýsa henni eins og hún kom honum fyrir sjónir. Fyrir það á hann skildar þakkir og virðingu. FÉLAGSBRÉF 45

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.