Stjórnartíðindi fyrir Ísland: B-deild - 01.12.1875, Page 63

Stjórnartíðindi fyrir Ísland: B-deild - 01.12.1875, Page 63
45 1875 jeg ennfrcmur í þessu tillili benda á, að fjeð við skoðun dýralæknis og Iögreglustjóra í 51 rnaímánuði þ. á., í nokkrum hreppum f Gullbringusýslu fannst að vera þar næstum 3svar j?{(a sinnum svo margt, sem talið hafði verið fram til búnaðartaflnanna í fyrra. Að skera niður slíkan grúa af kindum mundi valda þeim skaða, er landssjóðurinn, bvað þá beldur amtssjóður einn eða fleiri, eigi gæti risið undir að endurgjalda, einkum ckk i á þessum tíma, þegar mikill partur landsins hefur orðið fyrir stórkostlegum skaða af völdum náttúrunnar. Jeg verð þannig að ganga út frá því, að hinn eini vegur til að upprœta kláðann að vetri — en veturinn yfir má hann ekki lifa — sjeu lækningar; og jeg treysti þvf, að eins og það befur tekizt, jafnvel fjárrikum sveitum, að útrýma kláðanum hjá sjer með lækningum, eins muni það nú, ef rjettilega er að farið og yfirvöld og alþýða leggjast á eitt til að leiða þetta árfðandi mál lil lykta, takast annaðhvort að gjöreyða kláðanum á öllu hinu grunaða svæði eða þá að þrengja kláðasvæðið svo, að npprœta megi fyrir sumarmál næsta ár liin- ar síðustu leifar kláðans með niðurskurði. Jeg skal f þessu tilliti leiða athygli yðar að nokkrum alriðum, sem mjer virðist að framkvæmdarstjórnin einkum verði að hafa fyrir augum: 1. tað verður sem fyrst að sjá um, að ncegilegar birgðir vcrði fyrir hendi f haust af tóbakslegi og af baðmeðulum, og veitir varla af að panta þau frá útlöndum þegar með fyrsta pósli. Ein bin helzta ástœða til þess, að lækningar bafa heppnast svo illa síðast liðinn vetur, sem raun er á orðin, má einmitt ætla að verið hafi sú, að þær byrjuðu allt of seint, vegna skorts á hinum nauðsynlegu meðulum. Lækningarnar eiga og geta verið um garð gengnar, áður en bœndur um kyndilmessuleytið fara að senda vinnumenn sfna til sjáfar, enda er hausltfminn og fyrri partur vetrar hinn eini tími, er nokkur vissa verð- ur höfð fyrir, að ná öllum sauðkindum lil lækningarmeðferðar. 2. Jeg verð þannig að álíta það nauðsynlegt, að að minnsta kosti ein almenn böðun á öllu fje milli beggja Hvíláanna fari fram í hanst eptir rjettir, síðast um veturnætur; en til þess, að þetta geti átt sjer stað, er það nauðsynlegt, að allir fjáreigendur hafi hús handa kindum sfnum og hey til að gefa þeim inni, að minnsta kosti um hálfsmánaðartíma. Jeg vona þvf, að þjer herra amtmaður gjörið ráðstöfun til, að sjeð verði um það f toekan tíma í hverri sveit milli Hvítáanna, að enginn fjáreigandi á þessu svæði fái að setja sauð- kindur á vetur, nema hann hafi hús og hey handa skepnum sínum, meðan á böðununum stendur, eða geti komið skepnum sfnum fyrir hjá mönnum, sem hafa það. 3. Þá skal það tekið fram, að það virðist óumflýjanlegt til þess að fá vissu fyrir að böðun fari fram á öllu fje á hverjum bœ eða í hverju hverfi, að skipta hinum stœrri hrepp- um í baðsveitir og skipa yfir þær áreiðanlega baðstjóra. I’etta ætti að fara fram undir tilsjón lögreglustjóra, og vænti jeg þess, að þjer sjáið um, að lögreglustjórar um rjettir eða sem fyrst eptir þær, haldi þing f hverjum hreppi með fjáreigöndum og þar skilmerki- lega og greinilega og mcð ráði .hinna beztu bœnda skipi fyrir um það, hvernig baðanir eigi að fara fram og hverjir skuli standa fyrir þeim. Eins ætti, þegar komið væri fram á þorra eða fyrri, lögreglustjórar að ferðast um allar kláðagrunaðar sveilir til að rannsaka, hvernig fyrirskipunum hefur verið hlýtt og sjá, hverjar Oeiri ráðstafanir þurfi að gjöra. 4. Loksins skal jeg eigi láta þess ógelið, að auk hinna nauðsynlegu fjárskoðana á hinu grunaða svæði fyrir og eptir baðanirnar, mun eigi vanþörf á þvf, að nákvæm skoðun fari f haust svo tímanlega, sem mögulegt er, fram á öllu fje í hreppum þeim í Árnessýslu, sem nú eru álitnir heilbrigðir, og f sýslum þeim í vesturumdœminu, sem eins og nefndir hreppar hafa þrátt fyrir verðina getað haft samgöngur við fjeð af kláðasvæðinu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122

x

Stjórnartíðindi fyrir Ísland: B-deild

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjórnartíðindi fyrir Ísland: B-deild
https://timarit.is/publication/1201

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.