Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Blaðsíða 9

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Blaðsíða 9
Kengúrur á norðurslóð Hér er hefti handa sprelllifandi dömum og herrum. Handa þeim sem njóta þess að ferðast og láta framandleikann kitla sig, sem haldnir eru fróðleiksþorsta og hafa óslökkvandi ást á skáldskap. Ástralskt hefti. Áströlsk menning flutt yfir í annan menningarheim. Kengúrur stökkvandi um íslenskt berangur. Skyldi þurfa að réttlæta slíkt? Ætli það. Þó má benda á að Ástralía skipar sérstakan sess í hugum margra íslendinga. Jörundur okkar hundadagakonungur er grafinn í einum hluta hennar. Allmargir íslendingar hafa flust þangað búferl- um. Meiru varðar þó að Ástralar eru andfætlingar okkar. I því felst töluverð merking þegar að er gáð. Andfætlingur er eins og andheiti í orðabók. Hér er kalt, þar er heitt. Hér eru jöklar, þar eru eyðimerkur. Andfætlingur er sumsé viðmið, eins konar staðsetningartæki á siglingunni um skerjagarð táknmiða áleiðis að merkingunni. Ástralía og ísland eru þar af leiðandi merk- ingartvennd hvort sem okkur líkar betur eða verr. Hnattstaða land- anna kallar á samanburð. En hvað stendur þá klisjan Ástralía fyrir í raun og veru? Vera má að þetta hefti svari því að hluta. Kannski felst í því atlaga að hinni stöðluðu ímynd, öðru nafni fordómum. Kannski breytast þeir við lesturinn, kannski festast þeir í sessi; það er undir lesandan- um komið jafnt sem höfundunum sem hér eru til sýnis. Sérstaða Ástrala sem bókmenntaþjóðar felst meðal annars í því að þeir skrifa á máli ríkrar hefðar inn í hefðarleysi þjóðlands sem Patrick White, eini nóbelsverðlaunahafi þeirra í bókmenntum, kallaði „hið mikla ástralska eyðiland". Það gætir þess vegna enn frumherjaanda í bókmenntum andfætlinga okkar; enn leita þeir sjálfsmyndar í lands- lagi sem lengi vel rímaði ekki við tungumálið. 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.