Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Blaðsíða 9
Kengúrur á norðurslóð
Hér er hefti handa sprelllifandi dömum og herrum. Handa þeim sem
njóta þess að ferðast og láta framandleikann kitla sig, sem haldnir eru
fróðleiksþorsta og hafa óslökkvandi ást á skáldskap.
Ástralskt hefti. Áströlsk menning flutt yfir í annan menningarheim.
Kengúrur stökkvandi um íslenskt berangur.
Skyldi þurfa að réttlæta slíkt?
Ætli það. Þó má benda á að Ástralía skipar sérstakan sess í hugum
margra íslendinga. Jörundur okkar hundadagakonungur er grafinn í
einum hluta hennar. Allmargir íslendingar hafa flust þangað búferl-
um. Meiru varðar þó að Ástralar eru andfætlingar okkar. I því felst
töluverð merking þegar að er gáð.
Andfætlingur er eins og andheiti í orðabók. Hér er kalt, þar er heitt.
Hér eru jöklar, þar eru eyðimerkur. Andfætlingur er sumsé viðmið,
eins konar staðsetningartæki á siglingunni um skerjagarð táknmiða
áleiðis að merkingunni. Ástralía og ísland eru þar af leiðandi merk-
ingartvennd hvort sem okkur líkar betur eða verr. Hnattstaða land-
anna kallar á samanburð.
En hvað stendur þá klisjan Ástralía fyrir í raun og veru?
Vera má að þetta hefti svari því að hluta. Kannski felst í því atlaga
að hinni stöðluðu ímynd, öðru nafni fordómum. Kannski breytast
þeir við lesturinn, kannski festast þeir í sessi; það er undir lesandan-
um komið jafnt sem höfundunum sem hér eru til sýnis.
Sérstaða Ástrala sem bókmenntaþjóðar felst meðal annars í því að
þeir skrifa á máli ríkrar hefðar inn í hefðarleysi þjóðlands sem Patrick
White, eini nóbelsverðlaunahafi þeirra í bókmenntum, kallaði „hið
mikla ástralska eyðiland". Það gætir þess vegna enn frumherjaanda í
bókmenntum andfætlinga okkar; enn leita þeir sjálfsmyndar í lands-
lagi sem lengi vel rímaði ekki við tungumálið.
7