Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Page 11

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Page 11
(„American Dreams") úr bókinni The Fat Man in History frá 1974. Þar er fjallað um ástralskt þorp sem verður ferðamannafári að bráð með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Beverley Farmer (1941). Eftir hana er birt sagan „Maðurinn í þvottahúsinu" („A Man in the Laundrette") úr hinu rómaða smá- sagnasafni hennar Milk sem kom út árið 1983. Sagan fjallar um ástralska konu sem lendir í hremmingum í þvottahúsi í Bandaríkjun- um, en Farmer skrifar gjarnan um samskipti menningarheima. Helen Garner (1942), virtur höfundur, en jafnframt umdeildur, ekki síst vegna nýjustu bókar sinnar The First Stone (1995), sem fjallar um kynferðislega áreitni og kvennabaráttuna. Garner vann til virtra bókmenntaverðlauna fyrir skáldsöguna Monkey Grip (1977) sem var jafnframt kvikmynduð. Sagan sem hér er þýdd, „Listamannslíf" („The Life of Art"), og er úr bókinni Postcard from Surfers (1985), er víðræmd og umtöluð, þykir fjalla um kvennabaráttuna frá óvenjulegu sjónarhorni. Sumsé sittlítið af hverju, en þó hvorki sneiðmynd né sögulegt yfir- lit. Sýnishorn öllu heldur, sem slökkva vonandi ekki þorsta fremur en hið sólríka land í suðri. Þeim sem vilja fræðast frekar um ástralskar bókmenntir bendi ég á grein mína „Andfætis og umhendis" í Tímariti Máls og menningar, 3. hefti 1993. Rúnar Helgi Vignisson 9

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.