Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Side 12

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Side 12
Henry Lawson Eiginkona í óbyggðum Húsið er tveggja herbergja, smíðað úr bjálkum, tilhöggnum viði og berki, og gólfið lagt borðum. Við annan endann stendur barkareldhús sem ber aðra hluta hússins ofurliði, veröndin meðtalin. Obyggðir allt um kring - óbyggðir án endimarka, því landið er flatt. Engir fjallgarðar í fjarska. í óbyggðunum vaxa innlend eplatré, kyrkingsleg og morkin. Enginn lággróður. Ekkert sem gleður augað annað en dökkgrænt silkiskeggið sem dæsir yfir mjósleginni lækjar- sprænu. Nítján mílur þar til vottar fyrir siðmenningu á ný - kofa við þjóðveginn. Rekstrarmaðurinn, sem hafði einu sinni stundað búskap í óþökk yfirvalda, er í burtu að sinna sauðfé. Konan hans og börnin eru hér ein. Fjögur rytjuleg börn, uppþornuð að sjá, eru að leik í húsinu. Skyndilega æpir eitt þeirra: „Snákur! Mamma, það er snákur hérna!" Mögur, sólbökuð óbyggðakonan kemur í hendingskasti fram úr eldhúsinu, þrífur ungbarnið sitt af gólfinu, skellir því á vinstri mjöðmina og seilist eftir priki. „Hvar þá?" „Hérna! Inni í spýtnahrúgunni!" æpir elsti strákurinn - skarpleitur ellefu ára snáði, fullur ákafa. „Stattu kyrr, mamma! Ég skal ná honum. Farðu frá! Ég skal ná kvikindinu!" „Tommy, komdu hingað, ef þú vilt ekki verða bitinn. Heyrirðu það, komdu strax hingað, strákskömm!" Drengurinn hunskast til baka. Hann heldur á priki sem er lengra en hann. Svo æpir hann sigri hrósandi: „Þarna fer hann - undir húsið!" og skýst af stað með prik á lofti. í 10

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.