Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Side 14

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Side 14
Jacky þagnar. „Ef hann bítur þig," segir Tommy stuttu síðar, „bólgnarðu allur upp, og það kemur vond lykt af þér, og þú verður allur rauður og grænn og blár þangað til þú springur. Er það ekki, mamma?" „Svona nú, ekki hræða barnið. Farið að sofa," segir hún. Yngri börnin tvö fara að sofa, en Jacky kvartar öðru hverju undan því að vera „í kremju". Það er hliðrað til fyrir honum. Skömmu síðar segir Tommy: „Mamma! heyrirðu í þeim (lýsingarorð) litlu poka- rottunum. Það ætti að snúa bölvuð kvikindin úr hálsliðnum." Og Jacky mótmælir syfjulega: „En þær gera okkur ekkert, bölvuð kvikindin!" Mamma: „Þarna sérðu, ég sagði þér að þú mundir kenna Jacky að blóta." En er samt skemmt yfir tilsvarinu. Jacky fer að sofa. Stuttu síðar spyr Tommy: „Mamma! Heldurðu að þeir sleppi einhvern tíma (lýsingarorð) kengúrunni?" „Hvernig í ósköpunum á ég að vita það, barn? Farðu að sofa." „Ætlarðu að vekja mig ef snákurinn lætur sjá sig?" „Já. Farðu að sofa." Næstum miðnætti. Börnin eru öll sofnuð og hún situr þarna enn, saumar og les til skiptis. Oðru hverju skimar hún eftir gólfi og veggj- um, og við minnsta hljóð grípur hún prikið. Þrumuveðrið skellur á, og vindurinn þýtur gegnum rifurnar í veggnum og gerir sig líklegan til að slökkva á kertinu. Hún kemur því fyrir á góðum stað á kommóðunni og lætur dagblað skýla því. Við hvern eldingarglampa leiftra rifurnar milli borðanna eins og fægt silfur. Þrumurnar kveða við og regnið steypist niður í stríðum straumum. Krókódíll liggur endilangur á gólfinu og snýr að þilinu. Það segir henni að snákurinn sé þar. Það eru breiðar rifur í þessum vegg, þær opnast inn undir gólfið á íbúðarhúsinu. Hún er engin raggeit, en nýliðnir atburðir hafa reynt þolrifin. Ung- ur sonur mágs hennar var nýlega bitinn af snák, og dó. Auk þess hefur hún ekki heyrt frá manninum sínum í sex vikur, og hefur áhyggjur af honum. Hann er rekstrarmaður, og tók sér þetta land hérna í óþökk yfir- valda þegar þau giftu sig. Þurrkurinn 18- fór með þau. Hann varð að 12

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.