Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Blaðsíða 18

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Blaðsíða 18
ekki sála í sjónmáli. Það má ganga tuttugu mílur eftir þessum slóða án þess að finna nokkurt viðmið, nema maður sé óbyggðamaður. Þetta er vegna þess hve skelfilega einsleitur kyrkingslegur trjágróður- inn er - það er einhæfni sem fyllir mann löngun til að stökkva á brott og ferðast svo langt sem lestir fara, og sigla svo langt sem skip sigla - og lengra. En þessi óbyggðakona er einsemdinni vön. Þegar hún giftist kornung þoldi hún þetta ekki, en nú þætti henni skrýtið að hverfa frá þessu. Hún gleðst þegar maður hennar kemur heim, en gerir þó ekki of mikið úr því. Hún eldar honum góðan mat, og tensar börnin til. Hún virðist ánægð með sitt hlutskipti. Hún ann börnunum, en hefur engan tíma til að flíka því. Þeim finnst hún hvöss. Umhverfið er ekki hagstætt „kvenlegri" náttúru eða tilfinningasemi. Það hlýtur að vera komið fram undir morgun, en klukkan er í íbúðarhúsinu. Kertið er nánast uppbrunnið; hún gleymdi að kertin voru að verða búin. Það vantar meiri við á eldinn, svo hún skilur hundinn eftir inni og hraðar sér að eldiviðarhrauknum. Það hefur stytt upp. Hún tekur í einn bútinn, dregur hann út, og - plomm! hraukurinn hrynur. f gær hafði hún samið við svertingja um að safna handa sér dálitl- um eldiviði, og meðan hann var að vinna verkið fór hún að leita að týndri kú. Hún var fjarverandi í svo sem eina klukkustund, og frum- bygginn nýtti tímann vel. Þegar hún kom til baka var hún svo hissa á að sjá stóran eldiviðarhrauk við reykháfinn að hún gaf honum eitt tóbaksblað aukreitis, og hældi honum fyrir að liggja ekki á liði sínu. Hann þakkaði henni fyrir, og hélt hnarreistur á brott. Hann var einn eftir af sínum ættbálki og kallaðist konungur; en eldiviðarhraukurinn hans var holur. Henni sárnar, og tár fylla augun þegar hún sest við borðið á ný. Hún tekur upp vasaklút til að þurrka burt tárin, en potar í augun á sér í staðinn. Vasaklúturinn er allur í götum, hún hefur rekið þumal- puttann í gegnum eitt gatið og vísifingur í gegnum annað. Þetta hlægir hana, hundinum til mikillar furðu. Hún hefur næmt auga, afar næmt auga fyrir hinu fáránlega; og einhvern tíma mun hún skemmta óbyggðamönnum með þessari sögu. 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.