Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Page 19

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Page 19
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem henni er skemmt á þennan hátt. Einn daginn settist hún niður, hugðist „gráta sér til hugarhægðar", eins og hún orðaði það - og kötturinn gamli nuddaði sér upp við kjólinn hennar og „grét líka". Þá gat hún ekki annað en hlegið. Dagrenningin hlýtur að vera á næsta leiti. Það er afar heitt og mollulegt í herberginu, það gerir eldurinn. Krókódíll horfir enn til veggjar öðru hverju. Skyndilega uppveðrast hann allur; hann fikrar sig ofurlítið nær þilinu, og um hann fer spennuhrollur. Hárin rísa á hnakkadrambinu, og stríðsglampinn skín úr augunum gulu. Hún veit hvað þetta þýðir, og grípur um prikið. I einu borðanna neðarlega í þilinu eru sprungur beggja vegna. Lítil illileg augu, björt og perlulaga, tindra í einni sprungunni. Snákurinn - hann er svartur þessi - skríður hægt út, á að giska eitt fet, og tifar höfuðinu upp og niður. Hundurinn liggur kyrr, og konan er sem dáleidd. Snákurinn þokar sér feti lengra. Hún hefur prikið á loft, og skriðdýrið, sem virðist allt í einu verða hættunnar vart, stingur höfðinu inn í sprunguna hinum megin á borðinu og flýtir sér að draga afturendann til sín. Krókódíll stekkur, og kjálkarnir smella saman. Hann grípur í tómt, því nefið er stórt og snákurinn svo til alveg niðri undir kverk. Hann leggur til atlögu á nýjan leik um leið og afturendi snáksins birtist. Nú hefur hann snákinn og dregur hann út einar átján tommur. Bomm, bomm, prik konunnar lemur gólfið. Krókódíll dregur hann lengra út. Bomm, bomm. Enn rykkir Krókódíll í hann og dregur hann nú allan út - þetta er svartur ruddi, fimm feta langur. Snákurinn reigir hausinn í árásarstöðu, en hundurinn hefur náð taki á óvininum uppi undir hálsi. Þetta er stór og þungur hundur, en býr yfir snerpu minni hunda. Hann hristir snákinn eins og hann deili erfðasyndinni með mannkyninu. Elsti strákurinn vaknar, grípur prikið sitt, og reynir að komast fram úr rúminu, en móðir hans ýtir honum til baka með harðri hendi. Bomm, bomm - bakið á snáknum er kramið á nokkrum stöðum. Bomm, bomm - hausinn er mélaður, og Krókódíll hefur skrámað snoppuna á ný. Hún tekur lemstraðan snákinn upp með prikinu, ber hann að arninum og kastar honum á eldinn; bætir síðan meiri eldiviði á, og horfir á snákinn brenna. Drengurinn og hundurinn horfa líka á. Hún leggur höndina á höfuð hundinum, og stríðsglampinn slokknar í 17

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.