Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Page 25

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Page 25
hennar, léðu henni ögn af sínu eigin blóði, stráðu hana skarlatsrauð- um dílum. Það voru aðeins augun sem streittust á móti. Þau voru ekki grá í venjulegum skilningi. Lorrae Jensen, sem var bláeygð, sagði að augun í henni væru eins og í stúrnum ketti. Sex eða sjö krakkar úr 2. bekk, Lorrae, Edna, Val, Sherry, Sue Smith og Sue Goldstein, héldu hópinn í leyfum, þó að Meg undraðist það stundum. Þau höfðu komið við hjá henni á þriðjudagskvöldið. Lorrae sagði: „Við ætlum að fara í laugina í Barranugli á fimmtu- daginn. Sherry þekkir stráka sem eiga sportbíla. Þeir lofuðu að fara með okkur í bíltúr þegar við kæmum upp úr." Meg vissi ekki hvort hún átti heldur að vera glöð eða skömmustu- leg. ^ „Ég get það ekki," sagði hún. „Frænka mín var að deyja." „Oooo!" sögðu þau og drógu seiminn. Þau flýttu sér í burtu, eins og þetta hefði verið smitandi. En umlandi. Meg fann að hún hafði öðlast tímabundið mikilvægi. Svo nú var hún ein með sitt dauðans mikilvægi, í tárablóms- runnunum, daginn sem átti að jarða Daise frænku. Hún var orðin fjórtán ára. Hún mundi eftir hamraða gullhringnum sem Daise frænka hafði heitið henni. Þegar ég verð farin, hafði frænka hennar sagt. Og nú var hún farin. Meg grunaði, þykkjulaust, að ekki hefði unnist tími til að spá í hringinn, og að mamma hennar hirti hann, og bætti honum í safnið sitt. Svo birtist þessi Lummy Whalley, innan um kamfórulaufin á móti henni, hristandi upplituðu hárlokkana sína. Hún þoldi ekki stráka með hvítt hár. Reyndar þoldi hún ekki stráka, og kærði sig ekki um að ruðst væri inn í einkalíf sitt. Lum þoldi hún síst af öllum. Daginn sem hann kastaði hundaskítnum i hana. Ælan ruddist upp í kok. Oj! Þó að þetta hefði verið gamall skítur og hann hefði bara skoppað rétt sem snöggvast yfir hörund hennar, svo þurr að hann skipti ekki verulegu máli, hafði hún farið inn og grátið vegna þess, ja, stundum vildi hún hafa vissa reisn. Nú tóku Meg Hogben og Lummy Whalley ekki hvort eftir öðru, ekki einu sinni þegar þau horfðu í áttina. 23

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.