Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Síða 26

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Síða 26
„Hver vill Meg mjóafót má ég frekar biðja um ónýtt dót..." Lum Whalley skalf eins og strá í vindi þarna innan um kamfóru- greinarnar sem þau hjuggu í eldinn á nokkurra ára fresti. Hann brá hnífnum á börkinn. Einu sinni í heitu húmi hafði hann skorið út orðin ÉG ELSKA MEG, vegna þess að það gerði maður, eins og maður krotaði á salernisveggi, og lestarsæti, en það hafði auðvitað enga merkingu. A eftir skar hann myrkrið eins og það væri sæti í lest. Lum Whalley lét sem hann væri ekki að horfa á Meg Hogben læðu- pokast á milli tárablómsrunnanna. í brúna skólabúningnum sínum. Stífari, brúnni en þegar hún fór í skólann í honum, vegna þess að það átti að jarða frænku hennar. „Me-ehg?" kallaði frú Hogben. „Meg!" „Lummy! Hvar í fjandanum ertu?" kallaði mamma hans. Hún kallaði út og suður, í áttina að viðarskýlinu, aftur fyrir kamarinn. Hvort hún mátti! „Lum? Lummy, í guðanna bænumV' kallaði hún. Hann þoldi ekki svona. Eins og eitthvert bölvað smábarn. I skólan- um lét hann kalla sig Bill, það var mitt á milli, ekki eins hallærislegt og Lum, og skárra en William. Frú Whalley kom fyrir hornið. „Ég er búin að öskra upp úr mér bölvuðum lungunum!" sagði hún. „Og það þegar pabba þínum dettur eitthvað gott í hug. Við erum að fara niður á haugana í Sarsaparilla." „Oo!" sagði hann. En hrækti ekki. „Hvað hleypur eiginlega í þig?" spurði hún. Jafnvel þótt börnin væru eins og snúið roð þótti frú Whalley gott að koma við þau. Snerting kom oft huganum til aðstoðar. En henni þótti líka gott að finna fyrir þeim. Hún var fegin að hafa ekki eignast stúlkur. Strákar urðu að karlmönnum, og án þeirra gat maður ekki verið, jafnvel þegar þeir héldu mann fábjána, eða helltu sig pöddu- fulla, eða börðu mann. Hún kom þess vegna við Lummy, reyndi að ná til hans. Hann var klæddur, en það var ekki sjálfgefið. Strákar á borð við Lummy fædd- 24
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.