Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Page 28

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Page 28
sjónvarp og rjómagulan Holden Special, að ógleymdum eiginmann- inum. Les Hogben, bæjarfulltrúanum. Byggingaverktaki þar að auki. Nú stóð Myrtle innan um hlutina sína, og hefði haldið áfram að syrgja Fordinn sem Whalleyhjónin voru ekki búin að borga, ef hún hefði ekki verið að syrgja Daise. Það var ekki dauði systur hennar sem hryggði hana mest, heldur lífsstíllinn sem hún hafði valið sér. Hvað um það, þetta var á allra vitorði, og ekkert við því að gera. „Heldurðu að það komi einhverjir?" spurði frú Hogben. „Hvað heldurðu að ég sé?" svaraði maðurinn hennar. „Einn af þessum skyggnilýsingamönnum?" Frú Hogben heyrði ekki. Eftir nokkra umhugsun hafði hún sett dánartilkynningu í dag- blaðið: Daisy MORROW (frú), varð bráðkvödd á heimili sínu, Sýningavegi, Sarsaparilla. Svo mörg voru þau orð. Það var ekki sanngjarnt gagnvart Les, opinberum starfsmanni, að draga sambönd hennar fram í dagsljósið. Og þetta frú - ja, það voru allir farnir að nota það eftir að Daise fór að vera með Cunningham. Það varð nokkurn veginn eðlilegt þegar frá leið. Ekki æsa þig, Myrt, var Daise vön að segja; Jack gerir það þegar konan hans deyr. En það var Jack Cunningham sem dó á undan. Þá sagði Daise: Þannig fór það, það er allt og sumt. „Heldurðu að Ossie komi?" spurði Hogben bæjarfulltrúi konu sína, hægar en henni fannst góðu hófi gegna. „Eg hef ekki velt því fyrir mér," sagði hún. Sem þýddi að hún hafði gert það. Sannast sagna hafði hún vaknað um nóttina, og legið þar köld og stirð meðan auga hugans beindist að taumunum úr nefinu á Ossie. Frú Hogben hljóp eftir nærbuxum sem einhver - örugglega ekki hún sjálf - hafði skilið eftir á snúrunni. Hún var grönn kona, en sinaseig. „Meg?" kallaði hún. „Varstu búin að bursta skóna þína?" Les Hogben hló með lokaðan munninn. Það gerði hann alltaf þegar hann hugsaði um síðustu asnastrikin hennar Daise - að taka saman 26

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.