Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Síða 29
við þennan aflóga hrúðurkarl, hann Ossie, neðan af sýningasvæðinu.
En hverjum stóð svo sem ekki á sama?
Ollum, nema ættingjum hennar.
Frú Hogben óaði við því að Ossie, sem var rómversk-kaþólskur í
þokkabót, tæki sér stöðu við gröf Daise, jafnvel þótt enginn, jafnvel
þótti enginn sæi til annar en herra Brickle.
I hvert sinn sem Hogben bæjarfulltrúa varð hugsað til Ossie
Coogans sneri hann hnífnum í sári mágkonu sinnar.
Hver veit, ef til vill var hann því fegnastur núna að hún skyldi
deyja. Daise Morrow var smágerð kona, smágerðari en konan hans,
en stór í eðli sínu. Þegar hún leit inn var hún óðar komin út um allt
hús. Talaði sér til óbóta ef maður gaf henni lausan tauminn. Þegar
fram liðu stundir þoldi Les Hogben ekki að heyra hana hlæja. Þrýstist
einu sinni upp að henni á ganginum. Hann var búinn að gleyma því,
eða næstum því. Hvernig Daise hló þá. Ég er ekki svo karlmannsþurfi
að ég taki mág minn á löpp. Þrýsti hann sér upp að henni? Ekki að
marki, ekki að yfirlögðu ráði, að minnsta kosti. Þetta atvik hafði því
fengið að fölna í minningu Hogbens bæjarfulltrúa, eins og brúni
gólfdúkurinn á ganginum.
„Síminn er að hringja, Leslie."
Þetta var konan hans.
„Ég get ekki svarað," sagði hún, „ég er í svo miklu uppnámi."
Og fór að gráta.
Hogben bæjarfulltrúi losaði um klofið á sér og fór fram á gang.
Þetta var gamli góði Horrie Last.
„Jaá...jaá..." sagði herra Hogben í símtólið sem konan hans fægði
reglulega með viðarolíu. „Jaá...Ellefu, Horrie...frá Barranugli...frá
Útfararþjónustu Jacksons... Jaá, það er almennilegt af þér, Horrie."
„Horrie Last," tilkynnti Hogben bæjarfulltrúi konu sinni, „ætlar að
láta sjá sig."
Myrtle Hogben lét huggast við tilhugsunina um að annar bæjar-
fulltrúi mætti til heiðurs Daise. Jafnvel þótt engir aðrir létu sjá sig.
Hvað var til ráða? Horrie Last lagði frá sér símtólið. Þeir Les höfðu
staðið saman. Sameinað krafta sína til að ná í framsæknustu kjósend-
27