Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Qupperneq 32

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Qupperneq 32
klútnum. Af forsjálni tók hún með sér tvo klúta - þann fína með blúndunum ætlaði hún að hafa til handargagns við gröfina. „Nú veður illgresið yfir allt," gall í henni, „nú þegar það fær að hafa sína hentisemi." Svo mundaði hún óæðri vasaklútinn. Myrtle Morrow hafði alltaf verið viðkvæmari en systir hennar. Myrtle hafði skilið Biblíuna. Utsaumurinn hennar, hekluðu dúllurnar hennar, höfðu unnið til verðlauna á sveitasýningum. Engum tókst að lokka aðra eins tilfinningu úr píanólunni. Það var Daise sem var öll í blómunum þó. Þetta er mosarós, hafði Daise sagt, velti orðunum eftir tungunni, svo lítil að hún stóð vart út úr hnefa. Þegar frú Hogben var hætt að gráta sagði hún: „Stelpur átta sig ekki á því hvað þær eru hamingjusamar fyrr en um seinan." Þegar aðrir farþegar bílsins voru ávarpaðir með þessum hætti svöruðu þeir ekki. Þeir vissu að til þess var ekki ætlast. Hogben bæjarfulltrúi ók í áttina að Barranugli. Hann hafði hagrætt hattinum sínum áður en hann lagði af stað. Hann afmáði bros sem hann sá í speglinum. Þótt hann tæki ekki lengur þá áhættu á endur- kjörsmyndunum að voga sér út úr fortíðinni tókst honum oft vel upp í argaþvargi nútíðarinnar. En nú, við erfiðar aðstæður, gerði hann skyldu sína. Hann ók og hann ók, framhjá barrviðarsprotunum, sign- um undan gulli sínu, framhjá blyskvistunum, hinn bleiki sykur þeirra orðinn að myglu. Niðri á haugunum kýttu Whalleyhjónin um það hvort þau ættu að drekka bjórinn strax eða bíða þorstans. „Geymdu hann þá bara!" Mamma Whalley sneri sér undan. „Til hvers var verið að kaupa kaldan bjór fyrst maður á að bíða þangað til hann hitnar?" sagði hún. „Eg sem hélt að bjórinn væri ástæðan fyrir því að við komum hingað." „Oo, hættu nú!" segir Wal. „Haugarnir eru vinna, ekki satt? Hvort sem við erum með bjór eða ekki. Ekki satt? Hvaða dag vikunnar sem er." Hann sá að hún var orðin fýld. Hann sá móta fyrir síðum brjóstum hennar innan undir kjólnum. Beljukjáninn! Hann hló. En opnaði flösku. 30
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.