Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Blaðsíða 34

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Blaðsíða 34
Herbert að ljúka við gröfina hennar frú Morrow. Hann var kominn niður á leirinn og sóttist verkið seint. Hnausarnir féllu þykkjulega. Ef það var satt sem sagt var um frú Morrow, þá hafði hún sannar- lega notið lífsins. Lum Whalley velti fyrir sér hvað hefði gerst ef hún hefði nú komið gangandi á móti honum eftir skógarstíg, með bros á vör. Lummy hafði aldrei átt við stelpu, þótt hann léti það í veðri vaka, til að halda stöðu sinni í krakkahópnum. Hvað ef stelpa, velti hann fyrir sér, hvað ef þessi fýlupoki hún Meg Hogben. Eins víst að hún hefði bitið. Lummy var ofurlítið smeykur, og fór aftur að hugsa um Darkie Black, sem talaði aldrei um svona hluti. Hann hafði sig á brott. Aldrei að vita nema Alf Herbert, sem hallaði sér fram á skófluna, vildi spjalla. Lummy var ekki í skapi til að spjalla. Hann sneri aftur inn í dílóttan skóginn, þar sem forsælan þóttist ríkja. Hann lagðist niður undir lyfjatré, og opnaði buxnaklaufina til að skoða sjálfan sig. En fékk fljótt nóg af því. Líkfylgdin frá Barranugli til Sarsaparilla stóð vart undir nafni: séra Brickle, Holdenbíll Hogbenhjónanna, Holdenbíll Horries, á eftir minni líkbílnum hans Jacksons. Sökum þess hvernig á stóð héldu þau útgjöldum í lágmarki - það var engin ástæða til að berast á. I Sarsa- parilla bættist herra Gill við, sat sperrtur í gamla Lettanum. Það hefði verið hagkvæmt, andvarpaði Hogben bæjarfulltrúi, að koma í lestina í Sarsaparilla. Gill gamli var þarna fyrir þær sakir einar að Daise hafði átt viðskipti við hann árum saman. Kaupmaður sem skorti framtak. Daise hafði haldið tryggð við hann, sagði hún, af því henni féll vel við hann. Ja, ef það var aðalatriðið, en hversu langt komst maður á því? í síðasta slakkanum áður en komið var að kirkjugarðinum var tætt rúmdýna af haugunum farin að mjaka sér út á veginn. Hún minnti á skrímsli úr hugarfylgsnum, þeim hluta þeirra sem heiðvirð mann- eskja hunsaði. „Nú líst mér á! í kirkjugarðinum líka!" sagði frú Hogben gremju- lega. „Merkilegt með bæjarstjórnina," bætti hún við, þó að maðurinn hennar væri nærstaddur. „Andaðu rólega, Myrtle," sagði hann rnilli samanbitinna tanna. „Ég hef þetta bakvið eyrað." Hogben bæjarfulltrúi var góður í því. 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.