Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Síða 36

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Síða 36
hvíta sósan brann við. Hvert í ósköpunum ætlarðu með hann? Hann er veikur, sagði Daise. En þú getur það ekki, skrækti Myrtle Hogben. Því þarna var Daise systir hennar að aka einhverjum afgömlum mannlera í börum. Ibúar við Sýningaveg þyrptust út til að fylgjast með. Daise virtist öll minni þar sem hún ýtti hjólbörunum niður í kvosina og upp brekkuna. Hárið á henni hafði aflagast svolítið. Þú getur það ekki! Þú getur það ekki! kallaði Myrtle. En Daise gat það, og gerði það. Þegar þessar fáu hræður höfðu stillt sér upp í sparifötunum á grafarbakkanum opnaði herra Brickle bókina, þó að röddin gæfi fljótt til kynna að þess gerðist ekki þörf. „Ég er upprisan og lífið," sagði hann. Og Ossie grét. Vegna þess að hann trúði því ekki, gat ekki horfst í augu við það. Hann horfði niður á kistuna, annað var ekki eftir af vinkonu hans. Hann minntist þess að hafa borðað bakað epli, afar hægt, karamell- una á því. Og svo gleypti myrkrið í hesthúsinu hann, þar lá hann afvelta í skítnum, og hún að keyra hjólbörunum til hans. Hvað viltu? spurði hann hana beint út. Ég kom niður á sýningasvæðið, sagði hún, eftir ærlegri mykju, ég er búin að fá nóg af þessum áburði, sagði hún, og hvað er með þig, ertu veikur? Ég bý hérna, sagði hann. Og fór að gráta, og snýta sér. Stuttu síðar sagði Daise: Við förum heim til mín, hvað heitirðu - Ossie. Talsmátinn sagði honum að henni var alvara. A leiðinni upp brekkuna í börunum stóð vindurinn stöðugt í augun á honum, og ruskaði þunnu hárinu. Hann hafði fundið fáeinar lýs í hár- inu á sér um ævina, en hélt, eða vonaðist til að vera laus við þær þegar Daise tók hann upp á arma sína. Þar sem hún baksaði og bjástraði við börurnar hallaði hún sér stundum fram, og þá fann hann hlýjuna frá henni, stinn brjóstin þrýstust að bakinu á honum. „Drottinn, lof mér vita endalok mín, og kenn mér telja daga mína, að ég megi vita með vissu hve langt ég á ólifað," las herra Brickle. Með vissu, það voru orðin, hugsaði Hogben bæjarfulltrúi með sér þar sem hann horfði á Ossie gamla. Sem stóð þarna og tuldraði bænavers fyrir munni sér, hafði lært þau í æsku. Meðan þessu fór fram, öll þessi orð sem hún vissi að Daise frænku 34
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.