Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Page 37

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Page 37
hennar hefði ekki verið um, smeygði Meg Hogben sér undir gadda- vírinn á milli kirkjugarðsins og öskuhauganna. Hún hafði aldrei farið á haugana áður, og hjarta hennar sló fjörlega í síðunni. Hún gekk feimnislega milli runnanna. Á vegi hennar varð gamalt magabelti. Hún hnaut urn svartan prímus. Þá sá hún Lummy Whalley. Hann stóð undir lyfjatré, kreisti dauða krónu þess. Allt í einu skynjuðu þau að eitthvað lá í loftinu sem hvorugt þeirra gæti leitt hjá sér lengur. „Ég kom hingað í jarðarförina," sagði hún. Hún hljómaði, ja, það var næstum eins og henni létti. „Kemurðu oft hingað?" spurði hún. „Neei," svaraði hann, dimmraddaður. „Ekki hingað. Á hauga, já." En innrás hennar hafði komið í veg fyrir þá athöfn sem hann hafði haft í huga, og gert hann skjálfhentan. „Er eitthvað að sjá?" spurði hún. „Drasl," sagði hann. „Sama gamla draslið." „Hefurðu einhvern tíma séð dáinn mann?" Því hún hafði tekið eftir því hvað höndin á honum skalf. „Nei," sagði hann. „En þú?" Það hafði hún ekki gert. Ekki virtist heldur líklegt að þess yrði krafist af henni núna. Ekki þegar þau fóru að anda eðlilega á ný. „Hvað gerirðu af þér?" spurði hann. Jafnvel þótt hún hefði gjarnan viljað halda aftur af sér, gat hún það ekki. Hún sagði: „Ég yrki ljóð. Ég ætla að yrkja ljóð um Daise frænku, eins og hún var, að safna drottningarblómum í morgundögginni." „Hvað færðu út úr því?" „Ekkert," sagði hún. „Sennilega ekkert." En það skipti ekki máli. „Um hvað eru ljóðin þín?" spurði hann, og sneri nú loks dauða krónuna af lyfjatrénu. „Ég orti eitt," sagði hún, „um hluti í skáp. Ég orti um draum sem mig dreymdi. Og lyktina af regninu. Það var í stysta lagi." Þá fór hann að horfa á hana. Hann hafði aldrei horft í augun á stelpu fyrr. Þau voru grá og svöl, alls ólík heitum, eða útbrunnum, augum konu. „Hvað ætlarðu að verða?" spurði hún. 35

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.