Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Qupperneq 41

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Qupperneq 41
Hún hafði lesið það í bók, og var ekki fullkomlega sannfærð, en stundum mátti bjargast við kenningar. „Ef mann langar til," sagði hún og tróð holu í grýtta jörðina. „Maður getur ekki allt." „Víst!" sagði hún. „Víst getur maður allt!" Hún sem hafði aldrei litið á strák, ekki beint framan í hann, horfði nú á hann sem aldrei fyrr. „Það er bölvuð vitleysa," sagði hann. „Ja," viðurkenndi hún, „það eru takmörk." Þá yggldi hann sig. Var aftur orðinn tortrygginn. Þetta gáfutal hennar. Öll þessi ljóð. En til að ná sambandi hefði hún látið gáfurnar lönd og leið. Hún var ekki stolt af þeim lengur. „Og hvað ef þú giftist? Þú út um allt land á trukknum. Hvernig heldurðu að konunni þinni lítist á það? Föst heima yfir krakkaskara." „Sumir taka konuna með sér. Darkie tekur konuna sína með og krakkana. Ekki alltaf, náttúrlega. En annað slagið. í stuttar ferðir." „Þú sagðir mér ekki að herra Black væri giftur." „Get ekki sagt þér allt, er það? Ekki í einu." Honum virtust konurnar í trukkunum flestar vera grannar og dökkar á hár. Þær horfðu sjaldan á móti, en þurrkuðu sér um hend- urnar í pappírsþurrku þar sem þær biðu þess að eiginmaðurinn kæmi til baka. Sem hann hlaut að gera fyrr eða síðar. Hann gekk þá þvert yfir plan bensínstöðvarinnar til að taka við yfirráðum eignar sinnar. Fór sér hægt, ofurlítið yggldur og strauk gula skeggbroddana. Lét ekki svo lítið að horfa. Leit ef til vill sem snöggvast til hliðar. Hún var sú grennsta, sú dekksta sem hann hafði nokkurn tíma kynnst, flottust allra þeirra kvenna sem sátu og horfðu út um gluggana á trukkunum. Á meðan röltu þau af stað, á milli ryðgaðra dósanna á haugunum í Sarsaparilla. Hann braut nokkrar greinar og henti bútunum frá sér. Hún sleit mjótt lauf af grein og bar það upp að vitunum. Hún hefði vel getað hugsað sér að finna lyktina úr hárinu á Lummy. „Meira hvað þú ert ljós á hörund," varð hún að segja. „Sumir fæðast ljósir," viðurkenndi hann. Hann fór að kasta steinvölum í klett. Hann var stæltur, sá hún. Allar þessar uppgötvanir á augabragði, hún var farin að titra í hnjá- liðunum. 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.