Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Síða 42
Og þau brunuðu gegnum skært ljósið, með dunum og dynkjum,
farþegarýmið fullt af börnum með skollitt hár og ljóst hörund, hún
varði þau yngstu með því að halda undir hnakkann á þeim, eins og
hún hafði séð konur gera. Stundum var hún svo önnum kafin að hún
gleymdi næstum Lum. Hann nam staðar öðru hverju og þá steig hún
út úr bílnum til að þvo bleiurnar í volgu vatni, og hengja þær til
þerris á trjágrein.
„Öll þessi Ijóð og svona," sagði hann, „ég hef aldrei kynnst gáfna-
ljósi áður."
„En gáfað fólk er ekkert öðruvísi," bað hún, óttaðist að hann sætti
sig ekki við skringilegheit hennar og mátt.
Hér eftir skyldi hún fara skelfing varlega. Hún skynjaði að hún var
eldri en Lum, þótt ekki væri að árum, en það var leyndarmál sem
hann mætti aldrei komast að - þrátt fyrir allan þann styrk og alla þá
fegurð sem hann bjó yfir, þá var hún og yrði alltaf að vera enn
sterkari.
„Hvað er þetta?" spurði hann, og kom við.
En hann dró höndina að sér í sjálfsvörn.
„Ör," sagði hún. „Eg skar mig þegar ég var að opna dós af mjólkur-
þykkni."
Aldrei slíku vant var hún fegin þessum föla saumi á freknóttu
hörundinu, var að vona að hann yrði til þess að gréri yfir.
Og hann horfði á hana með sínum hörðu bláu Whalleyaugum.
Hann kunni vel við hana. Þó að hún væri ljót, og gáfuð, og stelpa.
„Mjólkurþykkni ofan á brauð," sagði hann, „ég get borðað mig
pakksaddan af því."
„Ó, já!" samsinnti hún.
Hún trúði því í raun og veru, þó að hún hefði aldrei hugsað út í
það áður.
Flugur röðuðu sér í óreglulegt svartgljáandi mynstur aftan á bestu
flíkur. Enginn hafði lengur fyrir því að hrista þær af. Meðan Alf
Herbert stundi við moksturinn þéttist rykið og fyrirheitin hrönnuðust
upp. Þótt þeim hefði verið sagt að þau mættu búast við að Kristur
veitti þeim endurlausn hefði það ekki verið síður óviðeigandi ef Hann
hefði komið út úr runnanum til að fremja gjörning á ölturum úr
40