Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Side 45

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Side 45
Þegar þau voru komin lengra frá reiða parinu, og þögn hitans var yfir þeim á ný, krækti hann í litlafingur hennar, af því það virtist eðlilegt, eftir allt sem þau höfðu reynt. Þau sveifluðu handleggjunum um stund í samræmi við sérstakt hreyfingarlögmál. Þar til Lum Whalley hleypti brúnum, og varpaði hendi stúlkunnar frá sér. Hafi hún sætt sig við framferði hans var það vegna þess að hún tók ekki lengur mark á því sem hann gerði, aðeins á því sem hún vissi að bærðist með honum. Ef til vill var það verkurinn. Hún var svo skelfing viss um að hann yrði að streitast á móti allt fram á síðustu stund. Eins og fuglinn sem söng í broddóttu trénu fyrir ofan þau hélt dauðahaldi í loftið. Svo tóku fingur hans af skarið. Hún var furðu lostin yfir hörkunni í stráksskrokknum. Kippirnir í harðgerðu hör- undi hennar, himnan á hvítmáluðum himninum kom honum í opna skjöldu. Áður en ótti og vænting bræddi saman munna þeirra. Og þau bergðu þakklát hvort á öðru sem snöggvast. Reigðu hálsana á milli. Eins og fuglar að drekka. Ossie gat ekki horft lengur upp á skófluna hans Alfs Herberts atast í moldinni. „Aldrei vitað karlmann gráta í jarðarför," kvartaði Hogben bæjar- fulltrúi, afar lágt, þótt hann væri alveg að springa. Ef telja skyldi Ossie með karlmönnum, þetta gaf Last bæjarfulltrúi til kynna með hneggi. En Ossie sá hvorki né heyrði, aðeins Daise, sem enn lá á þessum rytjulega beði. Virtist hafa sprengt af sér tölu, því brjóstin sköguðu fram. Hann mundi aldrei gleyma því hvernig þau hömuðust í ágengri morgunskímunni. í fyrstu geislunum varð holdið gult, slappt. Hvað verður um mig, Daisy? Það verður ákveðið, Os, eins og það verður ákveðið fyrir okkur öll. Ég ætti að vita það, sagði hún, og geta sagt þér það, en leyfðu mér að hvíla mig aðeins, til að ná andanum. Þá kraup hann á aum hnén. Hann lagði munninn að hálsinum á Daise. Hörund hennar var skelfing beiskt. Fljótið mikla, merlandi fljótið, þangað sem strákurinn Ossie Coogan hafði riðið syngjandi ofan úr fjöllunum, var að verða að þykkri, gulri eðju. Hann orðinn gamall og hrúðraður maður sem reyndi að hressa sig við í síðasta hylnum með því að stökkva vatni á ennið. 43

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.