Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Side 47
Jafnvel þótt syrgjendurnir hefðu ekki verið fullir reiði, sorgar,
fyrirlitningar, leiða, sinnuleysis og ranglætiskenndar, er óvíst að þeir
hefðu áttað sig á að hin látna stóð á meðal þeirra. Upprisan - það var
nokkuð sem hafði gerst, eða ekki gerst, í Biblíunni. Það var engin
ljósadýrð til heiðurs lauslátri konu í bómullarkjól með blómamynstri.
Þau sem höfðu þekkt hana mundu nú aðeins eftir svipmyndum af
henni í hinum stirðbusalegu stellingum lífsins. Hvernig hefðu þau átt
að heyra staðhæfingar hennar, hvað þá trúa þeim? Eigi að síður var
Daise Morrow viss í sinni sök:
Heyrið mig, öllsömul, ég er ekki á förum, nema frá þeim sem vilja
verða eftir, og jafnvel þeir eru ekki svo vissir - þeir kynnu að vera að
skilja við hluta af sjálfum sér. Hlustið á mig, þið efnuðu auðnuleysingjar,
þið sem vaknið skjálfandi á nóttunni vegna þess að þið gætuð verið að
missa af einhverju, eða óttaslegin yfir tilhugsuninni um að ef til vill hafi
aldrei verið eftir neinu að slægjast. Komið til mín, þið beisku konur, opin-
beru starfsmenn, hræddu börn og þið gömlu menn, hrúðraðir og skelk-
aðir...
Sökum þess hve smávaxin hún var virtust orð of stór fyrir hana.
Hún var vön að ýta aftur hárinu í uppgjöf. Og láta verkin tala. Þar eð
fótunum á henni hafði verið plantað í moldina var ólíklegt að hún
kvartaði undan fargi hennar núna, nú þegar hennar hrjúfa rödd hélt
áfram að lesa mönnum pistilinn með atkvæðum ryksins.
Við þurfum sannarlega ekki að þola píslir, nema við innréttum í
hugum okkar vistarveru til að hýsa verkfæri hatursins. Vitið þið ekki,
elskurnar mínar, að dauði er ekki dauði nema dauði ástarinnar sé? Astin
ætti að vera sá mesti hvellur sem við getum vænst. Sem lætur okkur
snúast og þyrlast og skapa milljónir annarra heima. Ekki eyðileggja.
Hún hélt áfram að tala til þeirra úr hrúgunni sem þau höfðu lagað
að jarðneskum leifum hennar af litlu andríki.
Ég mun hugga xjkkur. Ef pið leyfið mér. Er pað skilið?
En enginn gerði það, þar sem þau voru ekki nema mannleg.
Um aldur og ævi. Og alla eilífð.
45