Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Síða 48

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Síða 48
Laufin titruðu því nú hreyfði vind. Svo hugsjónir Daise Morrow voru lagðar við hlið smárra úlnliða hennar, mjúkra læra og fagurra ökkla. Hún gaf sig að lokum á vald því niðurbroti formsins sem vonir stóðu til að gerðu hana að heið- virðri konu. En var ekki dauð úr öllum æðum. Meg Hogben hafði aldrei tekist að ráða skeyti frænku sinnar almennilega, né heldur gat hún fylgst með síðustu stigum greftrunar- innar, því sólin blindaði hana. Hún varð samt sem áður vör við það, og þá hríslaðist unaður endurminningarinnar um hana, dúnn við kinn hennar, hvar léttur andblær gældi við rakar hársrætur hennar í þann mund sem hún settist inn í bílinn og beið þess sem að höndum bæri. Þau höfðu sumsé losað sig við Daise. Einhvers staðar handan vírnetsins heyrðist gler brotna og fólk ræða saman. Hogben bæjarfulltrúi gekk yfir til prestsins og sagði það sem segja bar. Hann sneri sér undan til hálfs og dró seðil upp úr veskinu, og fannst hann um leið laus mála. Ef Horrie Last hefði verið þarna, þá hefði Les Hogben gengið til vinar síns á þessari stundu og tekið um axlirnar á honum, til að kanna hvort sér hefði verið fyrirgefin óhefðbundin hegðun tiltekinnar persónu - honum óskyldrar, vel að merkja, en samt. Hvað um það, Horrie var farinn. Horrie ók, eða flaug, yfir kvosina sem tengdi haugana og kirkju- garðinn. Sem snöggvast flökti baksvipurinn á Ossie Coogan í rykmekkinum. Ætti að bjóða karlkvölinni far, grunaði Last bæjarfulltrúa, og velti fyrir sér, þar sem hann ók áfram, hvort góður ásetningur væri ein- hvers virði þótt honum væri ekki hrint í framkvæmd. Því nú var orðið alltof seint að stansa, og þarna var þessi Ossie, í speglinum, þarna beygði hann út af veginum í áttina að haugunum, þar sem karlálftin átti nú einu sinni heima. Meðfram veginum voru steinar, ryk og lauf að taka á sig sína eðlilegu tilfinningalausu mynd. Gill kaupmaður, hæglátur maður sem geymdi skiptimyntina í litlum, skítugum léreftsskjatta, sat í há- 46
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.