Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Síða 49

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Síða 49
um Lettanum sínum og horfði gegnum þykk gleraugun fram á veginn. Honum létti þegar hann sá að hann yrði kominn heim á slaginu hálffjögur, og fengi tebolla hjá konu sinni. Honum var í mun að vera stundvís, heiðvirður, á sínum stað. Hann ók varlega og sneiddi hjá dýnunni sem haugarnir höfðu spúið undir vírinn og inn á miðjan veg. Kaupmanninum varð hugsað til þeirra dularfullu atburða sem orðið höfðu á haugunum í gegnum tíðina. Stúlkur æpandi, þröngar síðbuxurnar rifnar í tætlur. Hand- leggur í sykursekk og líkaminn sem hann tilheyrði hvergi sjáanlegur. Samt fundu sumir frið innan um hroðann - aldraðir útigangsmenn með daufar, líflausar fiskaglyrnur sem ljóstruðu engu upp um það sem þeir höfðu reynt, og konur með blátt spritthörund sem hengsl- uðust í dyrum skúra úr berki og ryðguðum járnplötum. Einu sinni hafði gamall útigangsmaður skriðið inn á haugana til að rotna að því er virtist, og gerði það áður en sent var eftir lögregluvarðstjóranum, til að skoða það sem við fyrstu sýn virtist vera baggi af illa þefjandi tuskum. Herra Gill jók hraðann ofurlítið. Þau óku. Þau óku. Lum Whalley, sem var einn aftan á pallbílnum, hallaði sér fram á tómum kassanum, læsti hendurnar milli hnjánna, og mundi nú ekkert eftir því að Darkie sat stundum svona. Nú var Lum sinn eigin herra. Andlitið á honum hafði ummyndast í vindinum. Það kunni hann vel að meta. Það var gott. Hann setti ekki lengur fyrir sig draslið sem þau voru að drösla heim, ryðflögurnar féllu á fætur hans, hálfmyglað teppið gerði tilraun til að loðfóðra nasir hans. Eða foreldra sína - sem voru að tala saman eða rífast, maður vissi aldrei hvort - að baki honum frammi í bílnum. Whalleyfjölskyldan var reyndar að syngja. Sína eigin útsetningu. Þau sungu alltaf sínar eigin útsetningar og drengirnir litlu tóku undir. Vísaðu mér veginn heim á leið, ekki er ég of þreyttur til að fara í rúmið. Ég fékk mér svolítið neðan í því áðan, og þá flögraði hugmynd inn í húmið... 47
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.