Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Blaðsíða 51

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Blaðsíða 51
Þau óku og óku, í löngum þægilegum bunum, og hvirfluðust í hálfhringjum fyrir hornin. Þegar Meg Hogben reyndi að biðjast fyrir, í von um bænheyrslu, mistókst henni, en gerði aðra tilraun milli samanbitinna tanna. Núna langaði hana svo að hugsa ástúðlega til nýlátinnar frænku sinnar, en gekk illa að sjá hana fyrir sér. Hún var yfirborðsleg, það var lóðið. Samt, í hvert skipti sem henni mistókst stökk landslagið ástúðlega hjá. Þau voru að keyra undir símalínurnar. Hún hefði getað þýtt hvaða skeyti sem var á tungumál friðarins. Vindurinn bakaði, þegar hann ekki kældi, en lét fasta hluti í friði: timburhúsin við vegarkantinn, pílviðinn í kringum brúnt uppistöðulónið. Hin fulleinlægu gráu augu hennar virtust hafa dýpkað, eins og til að hýsa allt það sem hún átti enn eftir að sjá, skynja. Það var indælt að hnipra sig í aftursætinu, jafnvel þótt mamma hennar og pabbi væru frammi í. „Ég er ekki búin að gleyma, Margrét," kallaði mamma hennar yfir öxlina á sér. Sem betur fer hafði pabbi hennar ekki nægan áhuga til að spyrjast fyrir. „Skuldaði Daise eitthvað í húsinu?" spurði frú Hogben. „Hagsýni var ekki hennar sterkasta hlið." Hogben bæjarfulltrúi ræskti sig. „Það kemur í ljós," sagði hann. Frú Hogben virti eiginmann sinn fyrir það sem hún skildi ekki, og það fór hún dult með: Tímann dularfulla, til dæmis, viðskipti, og verst af öllu, fyrir að vera matsmaður ríkisins. „Hvers vegna skyldi Jack Cunningham," sagði hún, „hafa tekið saman við Daise. Hann var góður maður. En Daise hafði svo sem sína töfra." Þau óku. Þau óku. Og svo mundi frú Hogben eftir litla hringnum úr hamraða gullinu. „Heldurðu að þessir grafarar séu heiðarlegir?" „Heiðarlegir?" endurtók maður hennar. Vafasamt orð. „Já," sagði hún. „Þessi hringur sem Daise." Það var varla hægt að ásaka neinn. Þegar hún hefði krakað upp hugrekki ætlaði hún að líta inn í lokað húsið. Hún stífnaði upp við til- 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.