Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Síða 52

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Síða 52
hugsunina. Hún mundi fara inn og leita fyrir sér innst í skúffu- hornum, þar sem hún fyndi ef til vill krumpaðar handþurrkur. En lokuð hús hinna dauðu skelfdu frú Hogben, það varð hún að viður- kenna. Þetta þunga loft, ljósið síað gegnum brúnan hör. Það var eins og maður væri að stela, þó að svo væri ekki. Og svo þessi Whalleyfjölskylda að læðast þetta. Þau óku og óku, munaði engu að pallbíllinn og fólksbíllinn nudd- uðust saman. „Sá sem aldrei hefur fengið mígreni," kjökraði frú Hogben og leit undan, „getur ekki ímyndað sér hvernig það er." Maðurinn hennar hafði heyrt þetta áður. „Merkilegt að þú skulir ekki losna við það," sagði hann. „Það á víst að eldast af manni." Þó að þau væru ekki að fara fram úr Whalleyhjónunum ætlaði hann að freista þess í lengstu lög að láta sem ekkert væri. Hann sá Wal Whalley halla sér fram, þó ekki svo langt að maður sæi ekki hárin ryðjast upp úr hálsmálinu að framanverðu. Konan hans kýldi hann í öxlina. Þau voru að syngja eitt af sínum eigin lögum. Gómar hennar vel votir. Svo þau óku og óku. „Mér gæti orðið illt, Leslie," sagði frú Hogben með andköfum og fiskaði upp minni vasaklútinn. Tvíburar Whalleyhjónanna hlógu gegnum skollita hárlokkana á enninu. Aftur á palli sneri þessi fýldi Lum sér í gagnstæða átt. Meg Hogben horfði eins langt út í bláinn og hún mögulega gat. Hafi einhverjar merkjasendingar farið á milli þeirra fór svo lítið fyrir þeim að vindurinn feykti þeim burt. Meg og Lummy sátu og héldu um hnén, sem veittu huggun þótt hvöss væru. Þau létu hökuna síga eins neðar- lega og hægt var. Þau horfðu niður, eins og þau hefðu séð nóg að sinni, og vildu njóta þess sem þau höfðu orðið vísari. Hinn heiti kjarni vissunnar náði smátt og smátt yfir höndinni þar sem þau juku hraðann og vindurinn þandi símalínur og girðingar og flatti grasið gráa sem reisti sig ævinlega við aftur aftur aftur. 50
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.