Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Blaðsíða 62

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Blaðsíða 62
pínulitla veru lengst uppi á Nöktuhæð. Og þá hugsaði ég „Gleason", það var allt og sumt. Stöku sinnum óku aðkomumenn þangað upp eftir til að gá hvað væri um að vera, oft eggjaðir til þess af heimamönnum sem sögðu þeim að þetta væri kínverskt hof eða eitthvað álíka fáránlegt. Einu sinni fóru nokkrir Italir í lautarferð upp að múrunum og mynduðu hver annan fyrir framan lokaðar dyrnar. Guð veit hvað þeir héldu þær vera. En í fimm ár, frá því ég var tólf ára og þangað til ég varð sautján ára, vöktu múrveggir Gleasons engan áhuga hjá mér. Þessi ár virðast hulin móðu núna og ekki margs að minnast frá þeim. Ég varð skotinn í Susy Markin og elti hana heim úr sundlaugunum á hjólinu mínu. Ég settist fyrir aftan hana í bíó og ranglaði framhjá heimili hennar. Svo fluttu foreldrar hennar í annan bæ og ég sat í sólinni og beið þess að þau kæmu til baka. Við urðum mjög spennt fyrir nýjungum. Þegar allavega lit málning kom á markaðinn fengu bæjarbúar æði og húsin blómstruðu í skær- um litum á einni nóttu. En málningin var ekki upp á marga fiska og fölnaði fljótt og flagnaði af, svo bærinn varð eins og garður af dauðum blómum á að líta. Þegar ég hugsa til þessara ára man ég ekki eftir öðru en þýðu hvissinu í dekkjum reiðhjólanna á aðalgötunni. Núna virðist mér hljóðið hafa verið til marks um friðsæld, en ég man að í þá daga gerði það mig angurværan. Sú angurværð er einhvern veginn blandin andblæ þeirra daga þegar sólin hvarf bakvið Nöktu- hæð og bærinn varð eins brjóstumkennanlegur og auður dansstaður á miðjum sunnudegi. Og svo gerðist það þegar ég var á sautjánda ári að herra Gleason dó. Við komumst að því þegar við sáum kerru konunnar hans fyrir framan útfararþjónustuna hjá Phonsey Joy. Hún var óttalega dapur- leg að sjá, kerran sú arna, þar sem hún stóð á vindblásnu strætinu. Við fórum og kíktum á hana og kenndum í brjósti um frú Gleason. Hún hafði ekki átt sjö dagana sæla. Phonsey Joy flutti Gleason gamla út í kirkjugarðinn við Parwan- járnbrautarstöðina og frú Gleason ók á eftir í leigubíl. Fólk horfði á þennan gamla líkvagn fara hjá og hugsaði „Gleason", það var allt og sumt. 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.