Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Qupperneq 64

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Qupperneq 64
nokkru sinni litið augum. Ég gerði mér ekki strax grein fyrir því hvað það var. Ég stóð opinmynntur og andaði að mér óvæntri fegurð þess. Og svo sá ég að þetta var bærinn okkar. Byggingarnar voru tveggja feta háar og dálítið grófgerðar, en þó voru hlutföllin hárrétt. Ég sá herra Dyer hnippa í föður minn og hvísla að Gleason hefði náð hinu veðraða béi í KJÖTBUÐ sem málað var framan á verslunina hans. Ég held að á þeirri stundu hafi allir verið í sæluvímu. Ég minnist þessi ekki að hafa verið jafnuppnuminn og glaður. Þetta var ef til vill barnaleg tilfinning en þegar ég leit á föður minn og sá hlýlegt bros breiðast yfir andlit hans vissi ég að honum fór eins. Seinna sagði hann mér að hann héldi Gleason hafa byggt þetta líkan af bænum okkar fyrir þetta augnablik, svo við skynjuðum fegurð bæjarins okkar, yrðum stolt af sjálfum okkur og vöknuðum upp af amerísku draum- unum sem sóttu svo á okkur. Því að hitt, sagði faðir minn, var ekki að undirlagi Gleasons og hann hefði ómögulega getað séð fyrir það sem síðar gerðist. Mér finnst núna að þetta viðhorf föður míns sé dálítið væmið og ef til vill lítilsvirðing við Gleason. Ég held að hann hafi séð þetta allt fyrir. Ef til vill verður þessi tilgáta mín einhvern tíma sönnuð. Gleason lét vitanlega eftir sig plögg, og ég trúi því statt og stöðugt að þau plögg muni leiða í Ijós að hann sá þetta allt fyrir. Við höfðum verið svo frá okkur numin yfir líkaninu af bænum að við tókum ekki eftir því sem mestum tíðindum sætti. Gleason hafði ekki aðeins smíðað húsin og búðirnar í bænum okkar, heldur hafði hann líka mannað þessar byggingar. Þegar við læddumst inn í bæinn fundum við sjálf okkur skyndilega. „Sjáðu," sagði ég við herra Dyer, „þarna ert þú." Og þarna stóð hann á svuntunni fyrir framan búðina sína. Þegar ég laut niður til að skoða þessa litlu styttu og sá svipinn á andlitinu varð ég alveg hlessa. Styttan var viðvaningslega unnin, illa máluð, og andlitið heldur fölt, en svipnum hafði hann náð prýðisvel: stútnum á spurulum vörunum og upplyftum brúnunum. Þetta var herra Dyer og enginn annar. Og við hliðina á herra Dyer var faðir minn, sat á hækjum sér og starði ástaraugum á gírana á hjólinu hans Dyers, í andlitinu smurolía og vonarneisti. 62
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.