Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Side 73

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Side 73
í blettóttum buxum sem færast nær og nær álútu höfði hennar með hverri veltu. Hún þokar sér fjær. Nú pegar hann er staðinn upp frá bókunum til að laga kaffi frammi í eldhúsi getur hún þó farið íkuldaskóna og kápuna og leitað í skápnum að svarta plastpokanum sem pau nota undir óhreina tauið, án pess að ónáða hann. „Falleg rithönd," malar rödd í eyra hennar. Þegar hún lítur upp brosir hann. Undir yfirvaraskegginu vantar í hann framtennur, og önnur augntönnin er brunninn stubbur. „Hvað skyldi petta vera?" Upplituð nögl potar í blokkina hjá henni. „O, ekkert." „Sýndu mér." Hann lokar blokkinni. Framan á henni er mynd af Óperuhúsinu með sinn hvíta hött. „Sydney, Astralíu," stautar hann. „Ertu frá Ástralíu?" „Já." „Ætlarðu að stoppa lengi?" „Bara í heimsókn." „Ég sagði ætlarðu að stoppa lengi?" „Nei." „Líst ekki á Bandaríkin?" Hún ypptir öxlum. „Það er kominn tími til að fara heim." „Heim til Ástralíu. Þú segir það. Kennarinn minn var frá Ástralíu, tónlistarkennarinn minn. Áströlsk kona, mjög almennileg. Hún kom mér inn í tónlistarháskólann í Yale." Hann bíður. „Það er gott." Hún brosir sem snöggvast til hans þar sem hún grúfir sig yfir skrifblokkina. „Ég verð í mesta lagi tvo tíma," segir hún pegar hann kemur fram aftur. Hún heldur pokanum á loft svo hann sjái hvað til stendur. „Ertu viss?" Hann lyftir brúnum. „Það hlýtur að vera komið að mér." „Hvað ertu að skrifa?" „Sögu." „Sögu já? Ég sem tónlist. Ég er tónlistarmaður. Ég var í fjögur ár við tónlistarháskólann í Yale. Er það gott, eða hvað?" Hann otar andlitinu nær henni og hún finnur lykt af brunnum tönnum og eiminn af einhverju - bourbon, kannski, eða rommi. Þar kom skýring- 71

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.