Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Side 74
in - hann er drukkinn. í krumpuðum bréfpoka geymir hann flösku
sem hann skrúfar nú tappann af með erfiðismunum og veifar til
hennar. „Fáðu þér." Hún hristir höfuðið. Hann ypptir öxlum og hallar
sér aftur til að kyngja, svelgist á og frussar á gólfið. Hann þurrkar sér
um munninn með handarbakinu, starir í kringum sig. Allir gæta þess
að horfa ekki í áttina til hans. Lítil svertingjastúlka hnussar og þá fara
þær allar að flissa. Hann hneigir sig fyrir þeim.
„Ég vinn á píanóbar, heyriði það, pú þarna, ég er ekki að tala við
sjálfan mig." Hún lítur upp. „Þetta var betrn. Hann er í eigu foreldra
minna svo ef þig langar til að heyra mig syngja get ég útvegað þér
ókeypis miða. Heyrðu, langar þig að heyra mig syngja eða ekki?"
Hún kinkar kolli. „Það var lagið." Svo fer hann að syngja hásri og titr-
andi röddu, afar hægt, eins og hann sé að syngja negrasálm, nema
hvað hún fær ekkert samhengi í þau fáu orð sem hún grípur. Svert-
ingjastúlkurnar snúa upp á sig. Pörin sem sitja fyrir framan þurrk-
arana skiptast á ósjálfráðum brosum og hrista hausinn.
„Finnst þér þetta flott, ha?" Hún kinkar kolli. „Henni finnst það
flott. Næst ætla ég að syngja fyrir ykkur öll annað lítil lag sem ég
samdi, ég sem öll lögin sjálfur og þetta lag kalla ég Calypso Blues."
Síðan syngur hann meira, að því er henni virðist af sama laginu.
Þau pössuðu vel upp á petta fyrst eftir að hún flutti inn.
„Alveg viss. Ég parf að fara meira út. Hitta fólk." Hún ypptir öxlum
xjfir augnaráði hans. „Mig langar til að kynnast mannlífinu í Banda-
ríkjunum eins vel og ég mögulega get, hvort sem er."
„Finnst þér þetta flott lag?" Foreldrar mínir - sko - þau eru forríkt
fólk, það er ekki bara píanóbarinn, þau eiga þrjú hús. Trukka. Báta
líka. Ég tek ekki þátt í þeirri vitleysu. Eiga hluti, þéna peninga, það er
allt vitleysa. Hvað sagðistu heita? Heyrðu, pú þarna. Heyrirðu að ég
er að tala við þig?"
„Já, Anna," lýgur hún, höfuðið hneigt.
„Fallegt." Hann hallar sér fram til að snerta hár hennar. „Sítt Ijóst
hár. Mjög...fallegt."
„Ekki."
„„Mig langar til að kynnast mannlífinu í Bandaríkjunum eins vel
og ég mögulega get hvort"" - hvort sem hvað?
„Er." Hún stingur blokkinni ofan í ruslapokann.
72