Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Blaðsíða 79

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Blaðsíða 79
í þessu hverfi - og hann situr enn við gluggann, skuggamynd. Fum- andi stingur hún lyklinum í skráargatið. Og ónáðar hann þar sem hún hraðar sér inn. „Var ég lengi? Fyrirgefðu! Það var þessi skelfilegi maður í þvotta- húsinu." Hún hallar sér móð að dimmum veggnum og segir honum söguna. Þegar hún er hálfnuð með hana sér hún að hann er allur stífur og grár. „Þér finnst að ég geti sjálfri mér um kennt." „Er það ekki málið?" „Af því ég fór út, áttu við? Af því ég vildi ekki vera dónaleg?" Hann starir. „Það dytti manni ekki í hug." „Hvað gerði ég vitlaust?" „Karlmaður veit alltaf hvenær kona lítur hann hýru auga." „Undantekningalaust?" Hann ypptir öxlum. „Áttu við að ég hafi gefið honum undir fótinn?" „Gerðirðu það ekki?" „Hvers vegna hefði ég átt að gera það?" „Þér virðist ekki vera sjálfrátt með það." „Af hverju segirðu það?" „Ég hef séð til þín." „Hvenærl" „Það má sjá það í hvert skipti sem þú talar við karlmann." „Þetta er sjúklegt?" segir hún. Hann hristir höfuðið. „Sjá hvað, eiginlega?" En hann snýr sér aftur að pappírunum í lampaljósinu án þess að segja orð. Skjálfhent brýtur hún saman skyrturnar hans á viðarbekknum á ganginum, hengir upp buxurnar, gengur frá sokkunum. Þau fáu plögg sem hún á lætur hún ofan í ferðatöskuna sína sem er opin neðst í fataskápnum; hún hefur aldrei tekið almennilega upp. Hún mun ekki gera það úr þessu. Það er ekkert ljós á þessum gangi, sem skartar gulu lampakeilunni hans í öðrum endanum og gulu tvíburaljósból- unum hennar í hinum; hún skildi eftir ljós af óráðsíu sinni meðan hún var úti. Háu gluggarnir fyrir ofan lampana hennar eru negldir aftur. Það glampar á sprungu í öðrum þeirra eins og á hnífsblað. Vespur, hálfdauðar úr kulda, hafa hreiðrað um sig í loðnum hornunum. í glugganum, eins og í glugganum hans, leifir aðeins gráminn af deg- inum, eins og ládautt vatn sé. 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.