Fréttablaðið - 03.12.2016, Page 4

Fréttablaðið - 03.12.2016, Page 4
Hér yrkir Sigurður um grundvallaratriði lífsins: jörð, eld, loft og vatn, en líka raddir og skugga, ljós og myrkur, hvítar nætur og heilaga gleði. Ljóð muna rödd er ein persónulegasta og áhrifamesta ljóðabók sem Sigurður Pálsson hefur sent frá sér. ÍSLENSKU BÓKMENNTAVERÐLAUNIN T I L N E F N I N G A R 2 0 1 6 Steinþór Pálsson bankastjóri Lands- bankans og bankaráð bankans náðu samkomulagi um að hann hætti störfum hjá bank­ anum. Ríkisendurskoðun sendi nýlega frá sér skýrslu þar sem kom fram hörð gagnrýni á eignasölu Lands­ bankans á árunum 2010 til 2016. Bankinn hefur mikið verið gagn­ rýndur vegna sölu eignarhlutar í Borgun. Steinþór fær greidd eins árs laun samkvæmt starfsloka­ samningi. Kristinn Gylfi Jónsson einn eigenda Brúneggja sagði að á einum degi hefðu allir við­ skiptavinir fyrirtækisins sagt sig frá viðskiptum við það. Það var í kjölfar umfjöllunar Kastljóss um slæman aðbúnað varphænanna. Merkingar á vöruninni voru þess efnis að dýrunum liði vel. Eggin voru á grundvelli þess á hærra verði. Kristinn sagði bréf einnig hafa borist frá almenningi sem kvaðst hafa verið blekktur og á honum brotið. Hrönn Björg- vinsdóttir sjálfboðaliði Rauða krossins er meðal þeirra sem kennt hafa sýr­ lenskum flóttamönnum á Akureyri íslensku í frítíma sínum. Hrönn hefur í rúman mánuð hitt sýrlenska konu á kvöldin og segir þær hittast til skiptis heima hjá hvor annarri. Hrönn segir þær hafa tengst vel og vera orðnar ágætis vinkonur. Þrjú í fréttum Bankastjóri, Brúnegg og vinátta Tölur vikunnar 27.11.2016 - 03.12.2016 2.400 skákstig hefur Vignir Vatnar Stefánsson tryggt sér – yngstur íslenskra skákmanna. 3 milljarðar að minnsta kosti hafa runnið til rannsókna á Drekasvæðinu. 3.800 tonn af eggjum voru framleidd af íslenskum fyrirtækjum í fyrra. 800 íbúðir munu rísa á Kársnesi í Kópa- vogi í framtíðinni. 35 alvarleg atvik hafa verið til- kynnt af heil- brigðisstofn- unum í ár – þar af 28 dauðsföll. 60% hækkun verður á stöðumælasektum hjá borginni eftir áramót – fer í 4.000 krónur. nýir þingmenn fengu greidd tvöföld laun um þessi mánaðamót.32 240% aukning var á sölu raftækja á svörtum fössara. nÁTTÚra Haustið er það langhlýj­ asta frá upphafi samfelldra mælinga sé tekið mið af landinu öllu. Á Akur­ eyri og víðar er haustið það hlýjasta en það næsthlýjasta sem vitað er um í Reykjavík. Það er tvennt sem skýrir þessi hlýindi, að því er Trausti Jónsson, sérfræðingur í veðurfarsrannsókn­ um, greinir frá. „Það hefur verið geysilega mikil sunnanátt sem er hluti af einhverju tilviljanakenndu. Svo hjálpar það líka til að þegar norðanáttir hafa komið hafa þær verið óvenjuhlýjar. Frostið hefur ekki verið jafnmikið og tíðkast í norðanáttum og það tengist óvenjulitlum hafís á norður­ slóðum.“ Sérlega hlýtt var á Austfjörðum á dögunum og komst hitinn í rúm 20 stig. „Hlýja loftið  er komið langt sunnan úr höfum og leggst dálítið yfir kalda loftið þegar það kemur norður fyrir vegna þess að það er léttara. Þar sem er hvasst nær hlýja loftið til jarðar. Þá getur hitinn orðið óskaplega hár eins og var fyrir austan á dögunum.“ Sé vindur hægur þar sem kalt og bjart hefur verið í nokkra daga þá hreyfist kalda loftið ekki þótt mjög hlýtt sé kannski á fjöllum fyrir ofan, að því er Trausti bendir á. Trausti segir það enga nýlundu að sjá blóm blómgast á þessum árs­ tíma. „Ef eldri frásögnum er flett og jafnvel annálum þá sjást dæmi um að blóm blómgist í desember.“ Meðalhitinn í Reykjavík í nóv­ ember mældist 3,5 stig sem er 0,9 stigum ofan meðallags síðustu 10 ára. Á Akureyri var meðalhitinn 3 stig sem er 2,3 stigum ofan meðal­ lags síðustu 10 ára. Hlýindin hafa dregið úr heita­ vatnsnotkun. Á höfuðborgar­ svæðinu var notkunin 300 þúsund tonnum minni í nóvember nú en í fyrra, að sögn Eiríks Hjálmarssonar, upplýsingafulltrúa OR. Samkvæmt Hlýjasta haust sem mælst hefur Sunnanátt hefur verið geysilega mikil. Frostið minna en tíðkast í norðanáttum. Tengist óvenju litlum hafís. Heitavatnsnotkunin á höfuðborgarsvæðinu var 300 þúsundum tonna minni í nóvember nú en í fyrra. Glaðir byggingarverkamenn við steypuvinnu við Hafnarstræti eins og um sumar væri. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Grasflatirnar á Klambratúni eru enn iðjagrænar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA útreikningum Veitna var notkunin í nóvember nú rúmar 7,7 milljón­ ir tonna en í nóvember í fyrra rétt undir átta milljónum tonna. „Notkunin í ár hefur verið minni frá metárinu í fyrra, alveg frá miðju ári. Notkunin ræðst nefnilega líka af sól og vindi. Það er ekki bara loft­ hitinn sem ræður.“ ibs@frettabladid.is  Ef eldri frásögnum er flett og jafnvel annálum þá sjást dæmi um að blóm blómgist í desember. Trausti Jónsson, veðurfræðingur 3 . d e s e m b e r 2 0 1 6 l a u G a r d a G u r4 f r é T T i r ∙ f r é T T a b l a ð i ð 0 3 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :0 7 F B 1 2 0 s _ P 1 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 8 B -6 9 1 C 1 B 8 B -6 7 E 0 1 B 8 B -6 6 A 4 1 B 8 B -6 5 6 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 2 0 s _ 2 _ 1 2 _ 2 0 1 6 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.