Fréttablaðið - 03.12.2016, Page 16

Fréttablaðið - 03.12.2016, Page 16
ÍtalÍa Breytingar á stjórnarskrá Ítalíu verða bornar undir þjóðar­ atkvæði á morgun. Breytingarnar snúast um að einfalda stjórnkerfið og styrkja völd stjórnarinnar í Róm á kostnað héraðanna. Matteo Renzi forsætisráðherra hefur sagst ætla að segja af sér verði stjórnarskrárbreytingin felld. Hann segir stjórnarskrárbreytinguna nauðsynlega til að ná betri tökum á efnahagsvanda Ítalíu. Ýmsir óttast að hafni þjóðin þess­ ari breytingu þá verði áhrifin á efna­ hagslíf Ítalíu sambærileg við áhrif þess að Bretar gangi úr Evrópusam­ bandinu. Ítölsk hlutabréf geti hrunið og ítölsk stórfyrirtæki farið á hausinn. Þar hefur ekki síst verið talað um bankann Monte dei Paschi í borg­ inni Siena, en sá banki hefur starfað óslitið síðan 1472 og er sá elsti í heimi. Sigur svokallaðra lýðskrumsafla á Ítalíu væri einnig mikill ósigur fyrir vestrænt lýðræði. Ekki sé á það bætandi hér á Vesturlöndum, í beinu framhaldi af Brexit­kosningunni í Bretlandi og sigri Donalds Trump í Bandaríkjunum. Stjórnskipan Ítalíu hefur hins vegar lengi þótt standa efnahagslífi landsins fyrir þrifum. Renzi segir breytingarnar gera allt stjórnkerfið einfaldara. Auðveldara verði að taka nauðsynlegar ákvarðanir og bregð­ ast við vanda efnahagslífsins. Renzi segir þessa stjórnkerfis­ breytingu skilyrði þess að geta komið á þeim efnahagsumbótum sem hann vill gera á Ítalíu. Hann eigi því ekkert val annað en að segja af sér, verði tillagan felld. Óvissa um úrslitin Mikil óvissa ríkir um úrslit atkvæða­ greiðslunnar. Engar skoðana­ kannanir hefur mátt birta síðan 18. nóvember, fjórtán dögum fyrir kosningar, en síðasta daginn birtist skoðanakönnun sem spáði því að breytingarnar yrðu felldar með 53,5 prósentum atkvæða gegn 46,5. Fimmtungur kjósenda sagðist þá vera óákveðinn, þannig að í raun geta úrslitin orðið á hvorn veginn sem er. Snemma á árinu, um það leyti sem þingið var að samþykkja frumvarp Renzis forsætisráðherra, mældist mikill stuðningur við breytingarnar. Það tók hins vegar að snúast við um mitt sumar og smám saman náðu andstæðingar þeirra yfirhöndinni. Fremstir í flokki nei­sinna eru liðsmenn Fimmstjörnuhreyfingar­ innar, stjórnmálaflokks sem Beppe Grillo stofnaði árið 2009. Andóf gegn kerfinu Grillo er landsþekktur grínisti sem óspart hafði látið stjórnmálamenn hafa það óþvegið áður en hann skellti sér út í stjórnmálin sjálfur, einmitt þegar kreppan mikla reið yfir og traustið til gömlu stjórnmál­ anna fauk út í veður og vind. Flokkurinn sópaði að sér fylgi í þingkosningum 2013 og fékk fjórðung atkvæða út á andstöðu við gamla stjórnmálakerfið sem sé bara hinum fáu í hag. Andstaðan við stjórnarskrár­ breytingarnar, sem nú er kosið um, hefur þó ekki síst snúist um að verja völdin heima í héraði. Óttinn við sterka miðstjórn í Róm situr djúpt í Ítölum, sem sjá fyrir sér að einræðis­ herra á borð við Benito Mussolini geti aftur farið á kreik. gudsteinn@frettabladid.is Ítalir kjósa um stjórnarskrárbreytingu 14 daga fyrir kosningar er bannað að birta skoðana- kannanir. Um hvað er kosið? Tillagan gengur út á harla flóknar og víðtækar breytingar á stjórn- skipan Ítalíu. Meginbreytingin er sú að auka völd fulltrúadeildar þjóðþingsins á kostnað öldungadeildarinnar. Löggjöf verður að mestu í höndum fulltrúadeildarinnar, án aðkomu öldungadeildar. Hlutverk öld- ungadeildarinnar verður einkum bundið við stærri mál á borð við stjórnarskrárbreytingar og breytingar á sáttmálum Evrópu- sambandsins. Öldungadeildarþingmönnum verður jafnframt fækkað úr 315 í 100. Þeir verða ekki lengur kosnir beint af almenningi heldur af héraðsþingum Ítalíu. Einnig munu sumir borgarstjórar sitja í öldunga- deildinni. Þessi breyting mun styrkja veru- lega völd stjórnarmeirihlutans hverju sinni og þar með ríkis- stjórnarinnar í Róm. Jafnframt verður staða mið- stjórnarinnar í Róm styrkt mjög gagnvart héraðsstjórnum landsins, sem til þessa hafa haft töluverð völd til að ráða sjálf málum sínum. Eftir breytingu hafa héraðs- stjórnirnar aðeins rétt til að taka ákvarðanir um þætti á borð við heilbrigðismál, menntamál og vel- ferðarþjónustu, en stjórnin í Róm fær meðal annars aukin völd til þess að knýja í gegn löggjöf í krafti efnahagsnauðsynjar og þjóðarhags. Forsætisráðherrann og barátta hans Matteo Renzi var borgarstjóri í Flórens þegar hann, í febrúar 2014, tók við af Enrico Letta sem for- sætisráðherra Ítalíu, en báðir eru þeir vinstri-miðjumenn í pólitík. Letta hafði þá verið forsætis- ráðherra í eitt ár. Hann hafði síðan tekið við af Mario Monti, hag- fræðingnum sem stóð utan flokka en tók við stjórn landsins af Silvio Berlusconi í kreppunni miðri árið 2011. Þeir Renzi og Letta eru flokks- bræður, báðir í Demókrata- flokknum sem stofnaður var árið 2007 með því að steypa saman nokkrum smærri flokkum af vinstri kanti og miðju ítalskra stjórnmála. Letta sagði af sér 14. febrúar 2014 eftir að Renzi og fleiri flokks- bræður hans höfðu sakað hann um aðgerðaleysi gagnvart ískyggi- legum efnahagsvanda landsins. Renzi var frá upphafi staðráðinn í að ráðast í róttækar breytingar til að styrkja stjórn landsins. Strax fáeinum vikum eftir að hann tók við lagði hann fram frumvarp um stjórnarskrárbreytingar, sem þingið svo samþykkti tveimur árum síðar, í apríl á þessu ári. Ekki þó með nægilega stórum meiri- hluta á þingi, þannig að ekki varð undan því vikist að bera breyting- arnar undir þjóðina. Renzi hefur lagt pólitískan feril sinn að veði. Hann telur sér ekki fært að vera áfram við stjórn- völinn verði breytingarnar á stjórn- skipan landsins felldar. Matteo Renzi forsætisráðherra segir allt í húfi og skorar á þjóðina að samþykkja stjórnarskrárumbætur sínar. FRéttAblAðið/EPA Víða í héruðum Ítalíu er mikil andstaða við breytingarnar og til átaka hefur komið í Flórens. FRéttAblAðið/EPA Matteo Renzi forsætis- ráðherra ætlar að segja af sér verði tillagan felld. Hætta sögð á eins konar Brexit-áhrifum á efna- hagslíf Ítalíu með verð- falli hlutabréfa og að stór- fyrirtæki fari á hausinn. Mikil óvissa ríkir um úrslitin þar sem skoðana- kannanir hafa ekki verið birtar undanfarið. Guðsteinn Bjarnason gudsteinn@frettabladid.is 3 . d e s e m b e r 2 0 1 6 l a U G a r d a G U r16 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 0 3 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :0 7 F B 1 2 0 s _ P 1 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 1 K _ N Y .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 8 B -5 0 6 C 1 B 8 B -4 F 3 0 1 B 8 B -4 D F 4 1 B 8 B -4 C B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 2 0 s _ 2 _ 1 2 _ 2 0 1 6 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.