Fréttablaðið - 03.12.2016, Síða 18

Fréttablaðið - 03.12.2016, Síða 18
Mun refsa þeim sem yfirgefa Bandaríkin Donald Trump veitti á dögunum fyrirtæki í Indiana skattaafslátt gegn því að halda 1.100 störfum innan Bandaríkjanna. Hann hyggst leggja háan skatt á fyrirtæki sem yfirgefa landið. Hann vill lækka fyrirtækjaskatt verulega. Smásöluverslanir hafa sögulega reitt sig á sölu á dýrum úlpum og öðrum vetrarflíkum til þess að auka hagnað sinn. Vetrarflíkur eru oft með allt að 40 prósenta álagi. Hækkandi hita- stig sem dregur úr þörf á hlýjum dúnúlpum eða kuldastígvélum hefur hins vegar haft neikvæð áhrif á fatasölu í Bandaríkjunum. Reuters greinir frá því að fjár- festingarsjóðir séu að færa sig frá fjárfestingum í stórverslunum og fataverslunum þar sem þeir standi í þeirri trú að iðnaðurinn sé að verða fórnarlamb loftslagsbreytinga. Veturinn 2015 til 2016 var sá hlýjasti síðan mælingar hófust. Í dag eiga 48 prósent hlutabréfa- sjóða í virkri eignastýringu í Banda- ríkjunum ekkert í fatafyrirtækjum, en hlutfallið var 38 prósent á sama tíma í fyrra. Merki eru um að hlýnunin muni halda áfram og að neytendur haldi áfram að fresta kaupum á hlýjum vetrarfatnaði. Larry Haverty, sjóðs- stjóri hjá Gabelli, segir í samtali við Reuters að fataframleiðendur þurfi að viðurkenna að loftslagsbreyt- ingar séu að eiga sér stað og breyta því hvernig þeir stundi viðskipti. – sg Hlýrri vetur slæmur fyrir hagnað fatafyrirtækja Árið 2016 hefur verið metár hjá kvikmyndaframleiðandanum Dis- ney en fjöldi stórmynda úr smiðju fyrirtækisins kom út á árinu. Mar- ketWatch greinir frá því að tekjur af myndum Disney nemi yfir sex milljörðum dollara, jafnvirði 670 milljarða íslenskra króna, það sem af er ári. Kvikmyndir á borð við Finding Dory, Doctor Strange og Moana hafa notið mikilla vinsælda. Þrjár af fimm vinsælustu kvikmyndum ársins í Norður-Ameríku eru úr smiðju Disney og fimm af þeim tíu vinsælustu. Tekjur af fjórum kvik- myndum nema yfir 300 milljónum dollara. Tekjur Disney hafa aukist veru- lega vegna kaupa á Pixar-teikni- myndaframleiðandanum og Marvel sem framleiðir ofurhetjumyndir, og nú nýverið vegna kaupa á Lucasfilm, framleiðanda Star Wars-myndanna, árið 2012. Árið 2016 er fyrsta árið sem kvikmyndir frá öllum fimm framleiðslufyrirtækjum Disney koma út og það skýrir að vissu leyti tekjuaukninguna. Tekjur Disney í Norður-Ameríku eru nú þegar orðnar hærri en á öllu síðasta ári. Búast má við enn meiri innspýtingu hjá fyrirtækinu þann 16. desember þegar Rogue One: A Star Wars Story kemur í kvikmynda- hús, en áætlað er að tekjur af mynd- inni gætu numið 130 milljónum dollara fyrstu sýningarhelgina. – sg Disney hefur halað inn yfir 600 milljarða Við gerum meira fyrir þig – Nóatún Austurveri – www.noatun.is NAUTALUND WELLINGTON Á VEISLUBORÐIÐ Erum byrjuð að taka við pöntunum fyrir hátíðarnar, pantið á www.noatun.is 1699 kr./kg Ungnautahakk, verð áður 2079 kr./kg 18% afsláttur Matarsendingar til útlanda með DHL Viltu senda vinum og ættingjum hangikjöt, Nóatúns hamborgarhrygg, laufabrauð, sælgæti eða malt og appelsín um jólin? Sendu okkur þá línu á noatun@noatun.is eða hringdu í 585-7110 Vetrarflíkur eru oft með allt að fjörutíu prósenta álag á verðmiðanum í Banda- ríkjunum. FréttaBlaðið/Getty trump talaði um samninga sína við Carrier Crop í indiana. FréttaBlaðið/Getty Finding Dory var ein vinsælasta mynd Disney í ár. MynD/Pixar Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur sagt að yfirgefi fyrirtæki Bandaríkin muni það hafa afleiðingar í för með sér. Hann virð- ist því ætla að standa við stóru orðin um að reyna að halda störfum innan Bandaríkjanna. BBC greinir frá því að Trump hafi sagt þetta í Indiana þar sem hann sagðist hafa komið í veg fyrir að loft- kælingarfyrirtækið Carrier Corp flytti þúsund störf til Mexíkó. Trump sagði samningaviðræður sínar við Carrier Corp vera fyrirmynd að því hvernig hann myndi semja við önnur fyrirtæki sem hyggjast flytja störf yfir landamærin. „Ástandið verður þannig að fyrirtæki munu vita í fyrsta lagi að við munum gera vel við þau og í öðru lagi að það verði afleiðingar,“ sagði hann. „Það verður lagður hár skattur á fyrirtækin við landamærin ef þau vilja yfirgefa Bandaríkin.“ Í ræðu sinni ítrekaði hann einn- ig loforð sitt um að lækka skatta og fækka reglugerðum í Bandaríkjunum. BBC greinir frá því að Carrier Corp muni fá skattaafslátt að andvirði sjö milljóna dollara, jafnvirði 780 millj- óna íslenskra króna, á næstu tíu árum í skiptum fyrir að halda 1.100 störfum í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir það munu 1.300 störf flytjast suður yfir landamærin. Carrier og móðurfélag þess United Technologies hafa þó samþykkt að fjárfesta fyrir 16 millj- ónir dollara til að viðhalda rekstri fyrirtækisins. Ákvörðun Trumps um að veita fyrirtækjum skattaafslátt til að halda störfum innan Bandaríkjanna hefur sætt nokkurri gagnrýni. Bernie Sand- ers, sem sóttist eftir forsetatilnefningu Demókrataflokksins, skrifaði grein í Washington Post í gær þar sem hann benti á að nú gætu öll fyrirtæki í land- inu hótað því að flytja störf úr landi til þess að fá að greiða lægri skatta. Trump hefur sagt að hann vilji lækka fyrirtækjaskatta í Bandaríkj- unum úr 35 prósentum í fimmtán prósent. Hann sagði einnig að væru stjórnvöld vinsamlegri í garð fyrir- tækja myndi það auka líkurnar á því að þau héldu sig innan landstein- anna. saeunn@frettabladid.is 15% fyrirtækjaskatt vill Trump í Bandaríkjunum. Trump hefur boðið fyrirtækinu Carrier Corp skattaafslátt geng því að halda 1.100 störfum í Bandaríkjunum í stað þess að flytja þau suður yfir landamærin. markaðurinn 3 . d e s e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r d A G U r18 f r é t t i r ∙ f r é t t A b L A ð i ð 0 3 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :0 7 F B 1 2 0 s _ P 1 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 8 B -5 F 3 C 1 B 8 B -5 E 0 0 1 B 8 B -5 C C 4 1 B 8 B -5 B 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 2 0 s _ 2 _ 1 2 _ 2 0 1 6 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.