Fréttablaðið - 03.12.2016, Page 28

Fréttablaðið - 03.12.2016, Page 28
V ið eigum að varð-veita myrkrið,“ segir Sævar Helgi Braga-son stjörnuskoðari sem segir miður að langstærsti hluti náttúrunnar sé óðum að hverfa sjónum. Lýsing í borgum og bæjum sé orðin svo mikil að við skynjum ekki lengur samband okkar við náttúruna og heiminn. Honum er umhugað um þetta persónulega samband mannsins við stjörnurnar. Hann hefur gefið út bókina Stjörnu- skoðun fyrir alla fjölskylduna sem fjallar um næturhimininn og það helsta sem sést með berum augum. „Við höfum myrkur og það þarf ekki að fara langt til að losna við ljósmengunina. Í Evrópu er orðið ómögulegt að sjá Vetrarbrautina á mörgum stöðum. Það eru gríðar- leg verðmæti fólgin í ósnortnum nætur himni og mikil gæði. Því þetta persónulega samband skiptir máli, að við finnum að við erum hluti af heiminum, finnum fyrir smæð okkar. Það eru allt of margir sem horfa aldrei upp,“ segir Sævar. Eins og ástfanginn maður Landsmenn þekkja Sævar af góðu einu, nefnilega því þegar hann stóð fyrir því að öll grunnskólabörn á Íslandi fengu sérstök gleraugu til að geta fylgst með sólmyrkvanum í mars 2015. Hann gerði það af hugsjón. Hann er drifinn áfram af ástríðu um að miðla áfram undrum alheimsins. „Ég hef svo rosalega þörf fyrir að segja öðrum frá því sem mér finnst skemmtilegt. Þegar maður er ástfanginn, þá langar mann helst að öskra það og segja öllum heiminum frá því. Mér líður svolítið þannig þegar ég er að læra eitthvað nýtt sem mér finnst ótrúlega merkilegt. „Þegar maður er ástfanginn, þá langar mann helst að öskra það og segja öllum heiminum frá því. Mér líður svolítið þannig þegar ég er að læra eitthvað nýtt,“ segir Sævar Helgi. Fréttablaðið/EyÞór Hvað hefur túbusjónvarp að gera með upphaf alheimsins? Og hvers vegna getur stjörnufræði verið byltingarafl og gert okkur auðmjúk? Stjörnuskoðarinn Sævar Helgi Bragason segir okkur hvers vegna. Hann vill endurvekja með manninum persónulegt samband hans við stjörnurnar. Varðveitum myrkrið, segir hann, því aðeins þannig sjáum við og skynjum tengsl okkar við heiminn. Þá langar mig að hlaupa út á götu og hrista fólk og spyrja það: Finnst þér þetta ekki merkilegt? Það er svo ótrúlega margt áhuga- vert og merkilegt í kringum okkur. Mér finnst sorglegt þegar forvitnin í fólki deyr. Þá fer fólk á mis við svo margt.“ Fróðleiksfúst barn Sævar hefur alveg hreint ótrúlega mikið fyrir stafni. Hann er ritstjóri Stjörnufræðivefsins, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnar- ness, kennari í MR, pistlahöfundur í útvarpi og sjónvarpi. Hann heim- sækir skóla, leiðbeinir ferða- mönnum og leiðsögumönnum um norðurljós og stjörnur. Vænst þykir honum um það hlut- verk að tala um stjörnurnar við skólabörn. Sjálfur var hann dreymið barn og einkunnirnar ekki alltaf háar. „Mér fannst fátt jafnskemmtilegt og að horfa upp í himininn þegar ég var lítill. Þegar ég var fimm ára og gekk í skóla á morgnana, þá horfði ég nú eiginlega meira upp í himin- inn en fram fyrir mig. Fannst him- inninn svo fallegur og spennandi og vildi fá að vita hvað hann hefði að geyma. Það var eiginlega enginn sem gat gefið mér almennileg svör. Ein fyrsta bókin sem ég vildi taka á bókasafn- inu var stjörnufræðibók. En mér var ráðlagt af kennaranum að taka eitthvað einfaldara. Ég kunni ekki að lesa þá. Svo þegar ég hafði aldur til og var nógu góður í að lesa þá drakk ég í mig stjörnufræðibækur. Allt sem tengist náttúrunni hefur mér fundist alltaf ótrúlega spenn- andi og heillandi. Jöklarnir, skýin, dýrin og lífið og allt saman. En þrátt fyrir fróðleiksfýsnina þá fékk ég ekki endilega góðar einkunnir. Alls ekki,“ segir Sævar og hlær. „Því ég lærði bara það sem mér fannst skemmtilegt og sinnti hinu nánast eiginlega ekki neitt.“ Sofandi í gegnum lífið Hann hefur sterka skoðun á því að fólk eigi að undrast og vera forvitið. Ungir sem gamlir. „Allt of margir fara sofandi í gegnum lífið. Það er kannski ástæðan fyrir því að mér finnst það sem ég geri mikilvægt. Ég vil vekja fólk. Ég trúi því statt og stöðugt að heimurinn verði betri ef við höfum meiri þekkingu á honum. Ef við víkkum hugann, gerum hann víðsýnni. Þá erum við líka betur í stakk búin til að taka erfiðar ákvarð- anir. Við eigum auðveldara með að skipta um skoðun þegar ný þekking verður til. Ég trúi því að allir hafi hæfileika á einhverju sviði, sem þeir þurfi að finna og glæða lífi. Stundum fáum við ekki nógu góð tækifæri og þurfum að berjast. En maður upp- sker eins og maður sáir. Mér leiðist keppni, mér leiðast einkunnir og mótun samfélagsins. Reynum að hafa gaman af þessu,“ segir hann. „Ástríðan, þegar þér tekst að glæða hana, þá fleytir hún þér ansi langt.“ breytir heiminum fyrir soninn Sævar er einstæður faðir. Hann á sex ára son og bókin nýútkomna er til- einkuð honum. „Sonur minn veitir mér innblástur. Hann er að verða sex ára, hann á afmæli á gamlársdag. Hann er mjög forvitinn og mikill Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is Allt of mArgir fArA SofAndi í gegnum lífið. ÞAð er kAnnSki áStæð- An fyrir Því Að mér finnSt ÞAð Sem ég geri mikilvægt. 3 . d e s e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r d A G U r28 h e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð 0 3 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :0 7 F B 1 2 0 s _ P 1 0 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 8 B -8 1 C C 1 B 8 B -8 0 9 0 1 B 8 B -7 F 5 4 1 B 8 B -7 E 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 1 2 0 s _ 2 _ 1 2 _ 2 0 1 6 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.