Fréttablaðið - 03.12.2016, Page 38

Fréttablaðið - 03.12.2016, Page 38
LEIKVANGURINN Hvort sem fólk segir að Messi sé betri en Ronaldo eða að Ronaldo sé betri en Messi þá hafa allir rétt fyrir sér. Þeir eru tveir langbestu leik- menn nútímans. Og það er engin sam- keppni. Þegar þessir leikmenn kveðja stóra knattspyrnusviðið þá er enginn að koma í staðinn. Það er enginn nýr Ronaldo á leiðinni og það er sannarlega enginn Messi á leiðinni. Ekki næstu tíu ár allavega. Þeir félagar hafa verið kosnir bestu leikmenn heims síðan 2008. Sá síðasti sem vann Baloon d’Or verðlaunin á undan þeim var Kaka þegar hann var á hátindi ferils síns. Messi og Ronaldo voru í öðru og þriðja sæti. Rígurinn á milli þeirra hefur að miklu leyti verið búinn til af fjölmiðlum. En rígurinn hefur einnig gert þá betri. Alveg eins og Ayrton Senna gerði Alain Prost betri öku- mann og Joe Frazier gerði Muhammad Ali að betri box- ara og Detroit Pistons bjó til Michael Jordan. Keppnin þeirra á milli hefur verið svo mögnuð undanfarin ár að á tímabili virtist Messi skora fjögur mörk á sunnudegi ef Ronaldo skoraði þrjú á laugardegi. Það hefur verið svo mikil unun að horfa á þá sparka tuðru í netið undanfarin ár að lýsingarorð hreinlega skortir. Það var mikið skrifað um hversu mikið hatur væri á milli þeirra hér áður fyrr, en Ronaldo sagði nýverið í við- tali við tímaritið Coach að þó þeir væru engir sérstakir vinir utan vallar þá væri virðingin innan vallar gríðarleg. „Fjölmiðlar vilja búa til að það sé rígur á milli okkar en svo er ekki. Það ríkir gagnkvæm virð- ing okkar á milli. Við erum engir perluvinir en berum virðingu hvor fyrir öðrum.“ Messi sagði fyrir Ballon d’Or- hátíðina 2008 að hann myndi gjarna vilja spila í sama liði og Ronaldo. „Auðvitað myndi ég vilja það. Ég hef verið heppinn að spila með mörgum frábærum leikmönnum en auðvitað væri gaman að spila með honum einn daginn.“ Þeir félagar hafa mæst 30 sinnum á ferl- inum. Messi hefur unnið 14 þessara leikja, Ronaldo níu og sjö sinnum hefur verið jafn- tefli. Báðir hafa skorað 17 mörk í þessum leikjum. Þeir mættust í fyrsta sinn árið 2008 þegar Ronaldo var enn hjá Manchester United. Hann klikkaði þá á víti en United fór áfram með marki Pauls Scholes. Fjölmiðlar byjuðu þá að skrifa um þá tvo sem þá bestu og að leikurinn yrði einvígi þeirra á milli. Í úrslitaleiknum í Meistaradeildinni ári síðar mætt- ust liðin í Róm þar sem stjarna Messi skein á meðan ský voru yfir Ronaldo og pirringur hans augljós. Tölfræði þessara langbestu leikmanna heims er stjarn- fræðilega geggjuð. Hún er það. Hvert sem litið er eru þeir á toppnum. Og stundum er Messi fyrir ofan Ronaldo og stundum er Ronaldo fyrir ofan Messi. Þeir eru langbestu leikmenn nútímans og ef þér finnst Messi vera betri en Ronaldo þá er það bara allt í lagi. Það er líka allt í lagi finn- ist þér Ronaldo vera betri en Messi. Það er ekkert rétt svar við spurningunni hvor sé betri. Það hafa allir rétt fyrir sér. Barátta þeirra bestu Tölfræðin á tímabilinu LEIKIR STOÐS. MÖRK Messi 16 7 19 Ronaldo 15 6 12 Tölfræðin á árinu LEIKIR STOÐS. MÖRK Messi 58 32 55 Ronaldo 53 17 51 Tölfræði ferilsins LEIKIR STOÐS. MÖRK Messi 663 223 529 Ronaldo 822 189 567 Ballon d'Or ÁR SIGURVEGARI ANNAÐ SÆTI 2008 Ronaldo Messi 2009 Messi Ronaldo 2010 Messi Iniesta 2011 Messi Ronaldo 2012 Messi Ronaldo 2013 Ronaldo Messi 2014 Ronaldo Messi 2015 Messi Ronaldo Gullskór Evrópu ÁR NAFN MÖRK 2007–08 Cristiano Ronaldo 31 2008–09 Diego Forlán 32 2009–10 Lionel Messi 34 2010–11 Cristiano Ronaldo 40 2011–12 Lionel Messi 50 2012–13 Lionel Messi 46 2013–14 Cristiano Ronaldo og Luis Suárez 31 2014–15 Cristiano Ronaldo 48 2015–16 Luis Suárez 40 Markahæstu leikmenn Meistaradeildarinnar NAFN LIÐ MÖRK 1. Cristiano Ronaldo Manchester United, Real Madrid 95 2. Lionel Messi Barcelona 92 3. Raúl Real Madrid, Schalke 71 4. Ruud van Nistelrooy PSV, Manchester United, Real Madrid 56 5. Thierry Henry Monaco, Juventus, Arsenal, Barcelona 50 Lionel Messi 24.06. ’87 Lið: Barcelona Númer: 10 Spilar í: Adidas 8 deildartitlar 11 bikartitlar 9,2 milljarðar í árslaun7 Evróputitlar 0 titlar með landsliði Cristiano Ronaldo 05.02. ’85 Lið: Real Madrid Númer; 7 Spilar í: Nike 1 titill með landsliði 5 Evróputitlar 10 milljarðar í árslaun 4 deildartitlar 7 bikartitlar Stærsti knattspyrnuleikur hvers árs fer fram í dag þegar Real Madrid, sem hefur ekki tapað í 32 leikjum, og Barce- lona sem hefur ekki verið að spila vel að undanförnu, mætast. Þar etja kappi Cristiano Ronaldo og Lionel Messi, tveir af bestu knattspyrnumönnum allra tíma. 3 . D E S E M B E R 2 0 1 6 L A U G A R D A G U R38 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 3 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :0 7 F B 1 2 0 s _ P 0 8 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 7 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 8 B -C B D C 1 B 8 B -C A A 0 1 B 8 B -C 9 6 4 1 B 8 B -C 8 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 2 0 s _ 2 _ 1 2 _ 2 0 1 6 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.