Fréttablaðið - 03.12.2016, Page 40

Fréttablaðið - 03.12.2016, Page 40
Hljómsveitin Kronika heldur út­ gáfutónleika í kvöld á Húrra í Reykjavík en fyrsta plata sveit­ arinnar, Tinnitus Forte, kom út fyrir stuttu. Meðlimir Kron­ iku koma úr ólíkum áttum sem setur svo sannarlega svip á lög sveitarinnar sem er skemmti­ legur bræðingur þyngra rokks og rapps. Söngkona Kroniku er Tinna Sverrisdóttir, einn með­ lima Reykjavíkurdætra, og með henni eru þrír fullvaxta karl­ menn eins og hún orðar það sjálf, þeir Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari Skálmaldar, Birgir Jónsson, trommuleikari Dimmu, og Guðmundur Stefán Þorvalds­ son, gítarleikari Sunnyside Road. Snæbjörn, eða Bibbi eins og hann er kallaður, á heiðurinn af hugmyndinni bak við band­ ið að sögn Tinnu og sópaði með­ limum saman úr ólíkum áttum. „Ég var t.d. stödd í Víet­ nam þegar ég frétti að ég væri orðin aðal söngkonan í nýju íslensku rokkbandi. Lífið hefur líklega aldrei verið jafn fyndið og óvænt eins og á því augnabliki. Ég hugsaði mig ekki tvisvar um enda segir maður ekkert annað en já þegar Snæbjörn kemur með hugmyndir sem slíkar, meistarasnillingurinn sem hann er.“ Hópurinn hittist fyrst á æf­ ingu í ágúst með það eina mark­ mið að gera það sem þau elska mest og gera það vel segir Tinna. „Upp frá því fóru hjólin að snúast á ógnarhraða og tveimur mánuð­ um síðar var fyrsta platan okkar, Tinnitus Forte, tilbúin.“ GOTT PARTÍ Flest laganna urðu til á æfingum að sögn Tinnu, þar sem strák­ arnir mættu með riff en hún bætti ofan á textum og melódí­ um. „Flestir textarnir fæddust í æfingahúsnæðinu okkar þar sem þeir lágu yfir lögunum á meðan ég dritaði orðum og tilfinningum á blað. Svo var bara talið í og lögin fengu að finna sína eigin leið þar til við vorum öll sátt. Ferlið í heild sinni var allt mjög áreynslu­ laust og skemmtilega kærulaust. Þegar sex lög voru tilbúin kom upp sú hugmynd að skella í plötu. Viku síðar vorum við komin með plötusamning hjá Smekkleysu og mætt upp í Hljóðverk til Einars Vilbergs í upptökur á átta laga plötu.“ Þrátt fyrir ólíkan bakgrunn meðlima sveitarinnar gengu upptökurnar alveg fáránlega vel að hennar sögn. „Platan var tekin upp á viku og við vorum yfirleitt öll saman í stúdíóinu. Fyrir mér var þetta miklu meira eins og gott partí með góðum vinum heldur en nokk­ urn tíma vinna.“ SPENNANDI SAMSTARF Sem fyrr segir koma meðlim­ ir úr ólíkum áttum hvað tón­ listina varðar, en Tinna segir það einmitt gera samstarfið svo skemmtilegt og spennandi. „Aldr­ ei í lífinu hefði ég ímyndað mér að enda í rokkhljómsveit með tveimur jötnum og einum álfi. Við sækjum mest af innblæstri okkar í hvert annað þar sem við komum úr mjög ólíkum áttum og reynslu­ heimi. Ég kem úr rappheiminum, Biggi og Bibbi úr rokkinu og svo Gummi úr ögn krúttaðri átt. Auð­ vitað sprettur svo innblástur líka alltaf frá þeim stað sem við erum á í lífinu hverju sinni. Ég var t.d. í ástarsorg við gerð plötunnar og það hefur auðvitað sitt að segja. Ég er ekki frá því að ástarsorg sé besta olían á eld skáldskapargyðj­ unnar. Sveitin kom fyrst fram á tón­ leikum um miðjan október, dag­ inn eftir útgáfu plötunnar Tinn­ itus Forte auk þess sem samnefnt lag fór í spilun um svipað leyti. „Við spiluðum á fimm tónleikum á þremur dögum fyrir u.þ.b. 1.000 manns. Við hituðum upp fyrir Skálmöld, bæði á Græna hattin­ um fyrir norðan og svo á Gaukn­ um í Reykjavík. Viðtökurnar hafa verið vonum framar, bæði mynd­ aðist ofboðslega góð stemning á öllum tónleikunum og svo fengum við frábæra plötudóma frá Arnari Eggerti og Andreu Jóns á Rás 2. Við erum ekkert nema stútfull af þakklæti fyrir þann meðbyr sem við höfum fengið hingað til.“ TRYLLT STEMNING Og hún er svo sannarlega spennt fyrir útgáfutónleikunum í kvöld. „Það má búast við trylltri stemn­ ingu, töfrum og temmilega miklu af svita. Ef hægt væri að virkja svitann sem kemur út úr kroppnum á Bibba á einu giggi gætum við borgað rafmagns­ reikning Húrra á einu bretti. Fleiri tónleikar eru fram undan hjá okkur og svo erum við ótrú­ lega spennt að semja meira efni saman fyrir komandi gigg. Það er ekkert eðlilega gaman að standa á sviði með þessum sjarma tröllum.“ Tónleikarnir í kvöld hefjast kl. 21 á Húrra og hljómsveitin Him­ brimi hitar upp. Hlusta má á nýju plötuna, Tinnitus Forte, á Spotify og fylgj­ ast með nýjustu fréttum og tón­ leikum á Facebook. FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýs- endum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. ÚTGEFANDI: 365 MIÐLAR | ÁBYRGÐARMAÐUR: Svanur Valgeirsson UMSJÓNARMENN EFNIS: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Lilja Björk Hauksdóttir, liljabjork@365.is, s. 512 5372 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is, s. 512 5367 Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351 | Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 | Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357 SÖLUMENN: Atli Bergmann, atlib@365.is, s. 512 5457 | Jóhann Waage, johannwaage@365.is, s. 512 5439 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.is, s. 512 5433 Starri Freyr Jónsson starri@365.is „Aldrei í lífinu hefði ég ímyndað mér að enda í rokkhljómsveit með tveimur jötnum og einum álfi,“ segir Tinna Sverrisdóttir, söngkona hljómsveitar- innar Kroniku. MYND/STEFÁN Meðlimir Kroniku eru f.v.: Birgir Jónsson, Guðmundur Stefán Þorvaldsson, Tinna Sverrisdóttir og Snæbjörn Ragnarsson. ÁREYNSLULAUST OG SKEMMTILEGA KÆRULAUST Útgáfutónleikar Kroniku verða í kvöld á Húrra. Meðlimir sveitarinnar koma úr ólíkum áttum og er tónlistin skemmtilegur bræðingur af rappi og þyngra rokki. Tinna Sverrisdóttir, söngkona sveitarinnar, var stödd í Víetnam þegar hún frétti að hún væri orðin söngkona í nýju íslensku rokkbandi. Hún býst við trylltri stemningu og temmilega miklu af svita í kvöld. Þessa köku gerðu húsmæður gjarnan í gamla daga og hefur hún alltaf verið vinsæl þegar boðið er upp á hana. Hún er einföld og hægt að skreyta hana með súkkulaði­ eða karamellusósu. ½ bolli hvítur sykur ½ bolli smjör 1 egg 1 bolli Golden-síróp 2 ½ bolli hveiti 1 ½ tsk. lyftiduft 1 tsk. kanill 1 tsk. engifer ½ tsk. negull ½ tsk. salt 1 bolli heitt vatn Hitið ofninn í 175°C. Smyrjið ferkant- að form, líkt og fyrir skúffuköku. Hrærið saman sykur og smjör þar til blandan verður létt og ljós. Bætið egginu við ásamt sírópi. Í annarri skál er öllum þurrefnum blandað vel saman. Síðan er henni bætt við smjörblönduna og heitt vatn að auki. Setjið blönduna í vel smurt mót og bakið í eina klukkustund. Kælið kök- una og setjið á hana krem eftir smekk. Það þarf ekki að vera krem en kakan er góð með ís. Einnig má benda á að piparkökur eru mjög góðar með ís. GAMALDAGS KRYDDKAKA 3 . D E S E M B E R 2 0 1 6 L A U G A R D A G U R2 F Ó L K ∙ K Y N N I N G A R B L A Ð ∙ X X X X X X X XF Ó L K ∙ K Y N I N G A R B L A Ð ∙ H E L G I N 0 3 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :0 7 F B 1 2 0 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 8 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 8 B -D F 9 C 1 B 8 B -D E 6 0 1 B 8 B -D D 2 4 1 B 8 B -D B E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 2 0 s _ 2 _ 1 2 _ 2 0 1 6 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.