Fréttablaðið - 03.12.2016, Síða 42

Fréttablaðið - 03.12.2016, Síða 42
Kórinn mun meðal annars undirgangast þá áskorun að dreifa sér um kirkjuna og búa til hlóðskúlptúra úr þekktum jólalögum. Meðal verka á efnisskrá jóla- tónleika Móttettukórsins í ár eru Jul, jul strålande jul eftir Gustav Nordqvist og O helga natt eftir Adolphe Adam, sem tenórsöngvarinn Jussi Björling söng svo eftirminnilega um árið. Sömuleiðis nokkrar af uppá- haldsjólaperlum Mótettukórs- ins eins og Mig huldi dimm og döpur nótt og Betlehemsstjarna Áskels Jónssonar. Eins nýlegt verk eftir Halldór Hauksson svo eitthvað sé nefnt.“ En hvers vegna var ákveðið að hafa tónleikana með norrænu ívafi í ár? „Við höfum nokkr- um sinnum reynt að fá sænska orgel snillinginn Mattias Wager til að spila með okkur á jólun- um og nú tókst loks að finna tíma. Mattias er höfuðorganisti við Stórkirkjuna í Stokkhólmi og einn virtasti organisti Sví- þjóðar. Hann stakk upp á því að María Keohane, sem er ein dáð- asta barokk- og þjóðlagasöng- kona Svía, yrði með í för,“ út- skýrir Hörður Áskelsson, stjórn- andi Mótettukórsins. „Það lá svo beint við að þau flyttu með sér þá unaðslegu sænsku jólastemn- ingu sem margir þekkja af eigin raun eða kannast við úr sænsk- um kvikmyndum.“ Að sögn Harðar hefur það aðeins gerst einu sinni áður að erlendur ein- söngvari hafi komið fram með kórnum á jólatónleikum en þá var það finnska söngkonan Mon- ica Groop sem steig á svið. Hörður segir þau Mattias og Maríu tónlistarfólk í fremstu röð. „Mattias er snillingur í að leika af fingrum fram og fá gestir að heyra hvernig hann spinnur við söng Maríu og kórs- ins. María er mikið náttúrubarn og hestakona. Hún býr í sveita- sælu í Dölunum og hefur ein- staklega náttúrulega og fallega sópranrödd. Hún mun meðal NORRÆNAR PERLUR Jólatónleikar Mótettukórs Hallgrímskirkju verða með norrænu sniði í ár en sérstakir heiðursgestir eru organistinn Mattias Wager og sópransöngkonan Maria Keohane. Á efniskránni er hátíðleg aðventu- og jólatónlist af norrænum uppruna sungin á sænsku og íslensku. Mattias er einn þekktasti organisti Norðurlandanna. Hann mun sýna snilli sína við orgelspuna. María syngur tónlist frá ólíkum skeiðum tónlistarsögunnar, allt frá barokki til samtímans. annars flytja aríuna „Rejoice greatly“ úr Messíasi eftir Händ- el,“ upplýsir Hörður. Hann segir kórinn hafa lagt mikið á sig til að ná sænska framburðinum sem best og að hljómurinn í kórnum breytist mikið við það. „Hann verður hreint ómótstæðilegur,“ segir hann og hlær. Hörður segir flytj- endur jafnframt koma til með að undirgangast þá áskorun að dreifa sér um kirkjuna og búa til hljóðskúlptúra úr þekktum jóla- lögum sem er eitthvað sem að hans sögn heyrist ekki oft. En til hvers vísar yfirskrift tónleikanna Ó, sól míns lífs? „Þetta er tilvitnun í uppáhalds- jólalag Mótettukórsins, Mig huldi dimm og döpur nótt, sem er sung- ið á hverjum jólatónleikum. Það er eftir endurreisnartónskáld- ið Johann Eckard og kórfélög- um finnst engin jól nema það sé sungið. Það sama á við um marga dygga áheyrendur kórsins.“ Hörður segir ekkert jafnast á við jólastemninguna sem skap- ast í Hallgrímskirkju á jólatón- leikum Mótettukórsins ár hvert og að hún bræði hvert einasta hjarta. „Þar fer saman yndis- leg tónlist og fallega skreytt kirkja með greni og ljósum. Það lætur engan ósnortinn.“ Hann segir Mótettukórinn enda leggja mikla vinnu í að búa til umgjörð sem höfðar til hjartans. „Sænski blærinn á tónleikunum mun ef- laust bæta um betur og ég hvet þá sem hafa upplifað sænsk jól af eigin raun og hina, sem hafa ekki enn átt þess kost, til að koma og njóta með okkur. Tónleikarnir eru venju sam- kvæmt haldnir í Hallgrímskirkju. Haldnir verða tvennir tónleikar, sunnudaginn 4. desember klukk- an 17 og þriðjudaginn 6. desemb- er klukkan 20. Miðasala er á Tix. is og við innganginn. ParisarTizkan SKIPHOLTI 29B ÚTSALAN ER HAFIN Skatan er komin á Sjávarbarinn! Erum byrjuð að framreiða ilmandi skötu með öllu tilheyrandi. Alla daga fram að jólum. Afsláttur fyrir hópa. Pantanir í síma 517 3131 og 696 5900. Sjávarbarinn – Grandagarði 9 – sjavarbarinn.is Skötuveisla 3.600 kr. fyrir tvo til og með 16.des. Klipptu flipann út og taktu með þér. 2 FYRIR 1 Kynntu þér úrvalið í skoðunarferð með Masa International ÞITT ANNAÐ HEIMILI Í SÓLINNI Masa International - masaiceland@gmail.com - Sími 842 1520 / 896 1067 MASA International býður upp á mikið úrval fasteigna á Spáni. 3 . D E S E M B E R 2 0 1 6 L A U G A R D A G U R4 F Ó L K ∙ K Y N N I N G A R B L A Ð ∙ X X X X X X X XF Ó L K ∙ K Y N I N G A R B L A Ð ∙ H E L G I N 0 3 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :0 7 F B 1 2 0 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 7 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 8 B -D A A C 1 B 8 B -D 9 7 0 1 B 8 B -D 8 3 4 1 B 8 B -D 6 F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 2 0 s _ 2 _ 1 2 _ 2 0 1 6 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.