Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.12.2016, Qupperneq 86

Fréttablaðið - 03.12.2016, Qupperneq 86
BÆKUR AÐEINS KR. 1.990 ÞÚSUND Með veglegum kaupauka að verðmæti 200.000 kr. TOYOTA YARIS ÁRGERÐ 2016 Kletthálsi 2 · 110 Reykjavík Það var hlýr sumardagur, sólarglærur annað slagið og sunnanvindur eins og í ástarsögu. Konan var í bankanum en ég á vinnustofu, sem þá var í kjallara við Bergstaðastræti. Ég var að semja lesandabréf fyrir Viðskiptaráð. Það var ætlað til birtingar í dagblöðum og átti að fjalla um ágæti þess að verða sér úti um skattaafslátt með því að kaupa hlutabréf í fyrirtækjum. Í bréfinu var ég sjómaður að vestan sem hafði ekki aðeins lækkað skattana verulega með þessum hætti, heldur aukið eigur mínar umtalsvert og tryggt mér áhyggjulaust ævikvöld. Þó svo að þetta væri ágætlega borgað gekk mér ekki vel með þetta, fann ekki ástríðuna og mig rak í vörðurnar hvað eftir annað. Þar kom að ég ákvað að fresta þessu og fór út í sumarið. Ég var utan við mig, anaði yfir götuna og beint fyrir bíl. Hann snarbremsaði, stoppaði með stuðarann við legginn á mér, flautaði mig inn í samtímann með skerandi ofsa og bílstjórinn vatt niður rúðuna og jós yfir mig óbótaskömmum. Allt á sama andartaki fannst mér. Ég gekk í fáti aftur á bak upp á stéttina á meðan maðurinn lauk sér af. Þá gerðist þetta: Ég skynjaði návist konu sem var á hægri göngu handan götunnar. Ég fann fyrir henni en ég sá hana ekki greinilega. Samt vissi ég að hún kímdi. Í sama mund og ökumaðurinn tæmdi sitt ókvæðis- orðasafn og rykkti af stað með steyttan hnefa út um bílgluggann, hvarf konan inn í hliðargötu. Ég hafði orðið fyrir töfrum, var fullur af tilvist þessarar konu, bergnuminn. Og án þess að taka ákvörðun um það, hélt ég á eftir henni, fór í humátt fyrst en var farinn að hlaupa við fót þegar ég skynjaði návist hennar á nýjan leik. Það var áður en ég sá hana. Svo kom ég auga á hana; smávaxna konu sem fór á valhoppi í mannmergð sumardagsins. Samstundis hugkvæmdist mér að skálma yfir götuna, taka fram úr henni og snúa til baka á sömu stétt og hún fór eftir og ganga til móts við hana. Ég lét verða af því og seiðurinn hvarf þegar ég mætti henni. Andlitið var rammað inn í skollitt hár, stuttklippt. Ásjónan skæld; augun sátu mishátt, nefið lagðist út í annan vangann og munnurinn skakkur. Hún var ófríð þótti mér; hálsstutt, virkaði mittislaus og mjaðmabreið með digra kálfa. Hvernig ætli kýrnar séu, fyrst kálfarnir eru svona? kvað þingeyskur ljóðasmiður innan í mér þegar ég hafði kastað augum á hana, nam staðar og sneri mér undan í sama mund og hún gekk framhjá mér. Þá tók ég eftir vörunum. Þær voru þrýstnar og rakar. Sólin speglaði sig í þeim. Það var laglegt. Og svo fann ég lykt, mannaþef. Þá gerðist það aftur. Ég heillaðist og fékk ekki við mig ráðið, gekk hana uppi, ávarpaði hana af yfirveguðu kæruleysi, sagði: „Fröken“, en komst ekki lengra með kveðjuna því að hún sneri sér við í sporinu og staðhæfði með töfrandi raddblæ: „Frú!“ Svo brosti hún ertandi, rétti úr sér og reigði sig; hálsinn lengdist og andlit hennar færðist í allt aðrar skorður en það var í við fyrsta tillit, varð hrífandi. „Gæti hugsað mér að bjóða þér í kaffi eða eitthvað,“ sagði ég af sama kæruleysi og áður, að viðbættum sölumannsbros- votti. „Ég er ekki hissa á því,“ svaraði hún án þess að bregða svip. Og það varð úr. Takk fyrir það. Mér finnst eiginlega hálf öld hljóma svakalegar. Þetta er náttúrulega asskoti langur tími,“ segir Úlfar Þormóðsson þegar honum er óskað til hamingju með fimmtíu ára rithöfundarafmælið sem hann á um þessar mundir. Það hefur nú gengið á ýmsu á þessum tíma en eins og Úlfar bendir á þá hefur hann nú líka fengist við sitt- hvað fleira á þessum tíma. „Ég var í margföldu brauðstriti með þessu alveg til 1993 en þetta hefur verið skemmtilegt.“ Aðspurður hvort það sé eitthvað sem standi upp úr á þessum ferli í huga Úlfars, þá stendur ekki á svari: „Ég er bara ekki þeirrar gerðar að ég líti baka og skoði hvað var nú eiginlega að gerast. Var eitthvað gott í þessu? Ég veit það ekki. Ég horfi ekkert þannig á það,“ segir Úlfar og hlær sínum hrjúfa hlátri. Úlfar hefur reyndar á stundum synt á móti straumi í veröld íslenskra bókmennta og hann þvertekur ekki fyrir það. „Nei, það er alveg rétt. Ég hef aldrei verið svona vinsældahöf- undur, enda hvorki lagt mig fram við það eða sniðið mína texta að því að verða vinsæll og innundir. Reyndar ekki í neinu sem ég hef gert hvort sem það hefur verið tengt ritstörfum eða öðru.“ Fjórði maðurinn Draumrof, nýjasta skáldsaga Úlfars kom út fyrir skömmu, en þar tekst höfundurinn meðal annars á við for- vitnilegar spurningar um liðna tíð og hver á líf eða sögu. „Já, já, ég held að það sé nánast óhjákvæmilegt þegar maður er að fást við skriftir að velta þessu fyrir sér. Maður kíkir óhjá- kvæmilega á þessa línu, þessi mörk. Maður þekkir þau ekki alltaf endilega eða veit hvar þau liggja.“ En skyldi til að mynda Draumrof innihalda margt sem Úlfar hefur sótt í sitt líf? „Í bókinni segi ég eitthvað á þá leið að höfundur skrifar aldrei um sjálfan sig nema allavega að gera sig að öðrum. Hann segir allt satt af sjálf- um sér. Vegna þess að hann er eins og aðrir, hræddur við sannleikann, og þá býr hann til eitthvað. Einhvern annan sem hann klínir sannleikan- um á. Og það er það sem höfundur- inn í þessari bók er einmitt að reyna að gera en það er þarna hakkari sem sér við honum. Veit að hann ætlar að gera þetta. Veit að hann ætlar að nota hann sem blóraböggul. Og er það ekki líka þannig í daglegu lífi ef þú ætlar að ljúga þig út úr hlutum? Þá kemur fjórði maðurinn og bankar í þig? Eða hvað?“ En hvað er fjórði maðurinn? Því fæst best svarað með þessu broti úr skáldsögu Úlfars: Hérna verð ég bara að leggja lykkju vegna þess að núna, þegar ég skrifa þetta, eðlilega ekki þegar ég sagði það, fer um huga minn örsaga úr þínum fórum. Mér þykir hún skondin með til- liti til þess að fyrir allmörgum árum fór ég að nota orðin fjórði maðurinn í ákveðinni merkingu, gaf þeim hana, ef svo má að orði komast. Og þetta skrifar þú: Fjórði maðurinn Það bar til um þessar mundir Maður er svo gríðarlega opinn á þessum andartökum Draumrof Úlfar Þormóðsson fagnar fimmtíu ára rithöfundarafmæli um þessar mundir en er þó lítið fyrir að horfa um öxl. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Úlfar Þormóðsson á fimmtíu ára rithöf- undarafmæli um þessar mundir og sendi einnig nýverið frá sér skáldsöguna Draumrof þar sem hann meðal ann- ars kannar hvað er mögulegt á mörkum svefns og vöku, draums og veruleika. Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is 3 . D E S E M B E R 2 0 1 6 L A U G A R D A G U R42 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 3 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :0 7 F B 1 2 0 s _ P 0 8 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 8 B -B 3 2 C 1 B 8 B -B 1 F 0 1 B 8 B -B 0 B 4 1 B 8 B -A F 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 1 2 0 s _ 2 _ 1 2 _ 2 0 1 6 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.