Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.12.2016, Qupperneq 102

Fréttablaðið - 03.12.2016, Qupperneq 102
Til þess að líma þeTTa saman þá fengum við hingað mikinn snilling sem heiTir gerry Diver. F.C. Barcelona Real Madrid C.F 365.is Sími 1817 TónlisT HHHHH Verk eftir Bach, Händel og Mozart. sinfóníuhljómsveit Íslands lék und- ir stjórn Eivind Aadland. Einleikari: Elfa Rún Kristinsdóttir. Fram komu Hamrahlíðarkórarnir undir stjórn Þorgerðar ingólfsdóttur. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 1. desember Efnisskrá Sinfóníutónleikanna á fimmtudagskvöldið var samloka. Mozart var brauðið, þ.e. fyrstur og síðastur, en Händel og Bach áleggið. Samlokan smakkaðist nokkuð mis- jafnlega. Forleikurinn að óperunni Brúð- kaupi Fígarós eftir Mozart var prýði- legur. Hljómsveitin var samtaka og hröð nótnahlaup skýr undir stjórn Eivind Aadland. Túlkunin var lífleg og snörp, akkúrat eins og hún átti að vera. Til allrar óhamingju var fiðlu- konsert í E-dúr BWV 1042 eftir Bach mun síðri. Þar var einleikari Elfa Rún Kristinsdóttur, sem ég hef hingað til heyrt gott eitt frá. Fiðlan var fremur hjáróma, tónninn var mjór og ófullnægjandi. Alltof miklar áherslur voru á fyrsta slag í hverjum takti (taktur samanstendur yfirleitt af þremur eða fjórum slögum) og þær voru oftast teygðar í þokkabót. Þetta gerði tónlistina afkáralega, það var eins og að hlusta á grínút- gáfu af konsertinum, sem þó var ekkert fyndin. Eins og áður segir hef ég áður heyrt Elfu Rún spila ákaflega vel; ljóst er að hún getur gert betur en þetta. Meira var varið í Händel. Þetta var My Heart is Inditing, krýn- ingarsöngur HWV 261. Upp á svið stigu Hamrahlíðarkórarnir, afar fjölmennur hópur. Unaður var að hlusta á hann syngja. Það var eitt- hvað dásamlega blátt áfram og heiðarlegt við söngstílinn. Ekki aðeins voru tæknileg atriði á borð við samsöng og hreina tónmyndun eins og best verður á kosið; túlkunin var bara svo falleg. Hún var full af æskufjöri, sem þó var gríðarlega agað. Þessar andstæður sköpuðu mikla spennu, sem hafði það sterk- an áhrifamátt að maður gleymdi stund og stað. Líkt og nafnið ber með sér er tón- listin samin fyrir krýningu. Georg 2. varð Bretakonungur 1727 en Händel var þá orðinn breskur ríkis- borgari. Textinn er úr Biblíunni, aðallega Davíðssálmunum. Tón- listin er tignarleg, en líka þrungin gleði. Kórinn kom gleðinni full- komlega til skila. Ekki sakaði að hópurinn var augnayndi; hvítt var áberandi í klæðaburðinum. Það var eins og englaher hefði stigið niður úr himnaríki! Lokaverkið á efnisskránni var Sin- fónía nr. 39 eftir Mozart. Venjulega eru sinfóníurnar hans númeraðar upp í 41, en þær eru þó fleiri. Sú 39. er margslungin og djúp, skreytt fögrum laglínum og hugmyndaríkri úrvinnslu. En túlkun Aadlands var býsna yfirborðsleg, hún var keyrð áfram á kraftinum einum. Það var eins og að vera í lest á ofsahraða um hrífandi landslag; erfitt var að njóta fegurðarinnar í öllum asanum. Hljómsveitin spilaði þó af fagmennsku og öryggi, en það dugði ekki til. Útkoman var meðal- mennskuleg og skildi lítið eftir sig. Jónas Sen niðuRsTAðA: Bach var slæmur, Mozart misjafn og Händel snilld. Englaher úr himnaríki Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri hefur unnið frábært starf með Hamrahlíðarkórana. FréttablaðIð/VallI Að v e n t u t ó n l e i k a r Söngfjelagsins hafa notið mikilla vin-sælda á síðustu árum enda einstaklega létt og skemmtileg jólastemning á tónleikunum. Það er kannski ekki að undra að það sé gaman hjá tónleikagestum enda er eflaust ákaflega gaman að syngja undir stjórn kórstjórans Hilmars Arnar Agnarssonar sem virðist strax við fyrstu kynni vera ákaflega léttur og skemmtilegur maður. Hilmar Örn segir að Söngfjelagið sé merkilegur hópur sem var stofn- aður fyrir fimm árum. „Uppistaðan í Söngfjelaginu er úr gamla Dómkórn- um, fólk sem var svona aðeins í lausu lofti og á milli kóra á sínum tíma, og í framhaldinu varð þessi kór til. Við köllum hann Söngfjelagið með joði til þess að höfða til gamla tímans því við viljum vera bæði módern og gamaldags í senn. Og við viljum líka vera frjáls og óháð. Það fannst okkur ægilega flott, að vera ekki kirkjukór,“ segir Hilmar Örn og hlær glaðlega. „En við erum frjáls í verkefnavali og getum tekist á við áskoranir sem við sækjumst eftir hverju sinni. Við höfum til að mynda verið að syngja klezmer-tónlist og þá hef ég getað nýtt mín sambönd, ég þekki ansi marga erlendis og gott listamanna- teymi sem hefur verið tilbúið til þess að koma til Íslands og vinna með okkur. Vinna með kórnum og kenna honum.“ Það er engin undantekning á þessu í ár en hingað til lands eru komnir ákaflega flottir listamenn á vegum kórsins sem Hilmar Örn segist vera alveg sérstaklega kátur með. „Við erum með alveg rosalega flott lið í ár. Fyrst skal telja sönghóp frá Írlandi sem heitir Anúna sem er alveg æðislegur acapella hópur og ég kynntist stjórnenda þeirra og hann sendi okkur hingað norður sína flott- ustu sópran-skvísu sem heitir Bláth Conroy Murphy. Og við ætlum að vera soldið í þeirra anda með henni. En svo göngum við enn lengra því það er önnur vinkona okkar frá Glas- tonbury, Heloise Pilkington, en hún er með þessa dásamlegu gömlu kelt- nesku tónlist. Til þess að líma þetta saman þá fengum við hingað mikinn snilling sem heitir Gerry Diver. Hann er sér- fræðingur í írskri og keltneskri tón- list og getur hreinlega spilað á hvaða hljóðfæri sem er.“ Keltneska þemað leynir sér ekki og Hilmar Örn segir að það sé alltaf ákaflega skemmtilegt en svo séu nú líka fleiri hefðir hjá Söngfjelaginu. „Við höfum nefnilega alltaf látið semja fyrir okkur. Á síðasta ári var það hann Hjörleifur Hjartarson úr tvíeykinu Hundur í óskilum sem átti jólalagið. Í ár er það Olga Guðrún Árnadóttir sem á lagið og hún semur það í ákaflega fallegum ballöðustíl.“ Þess má einnig geta að lag Olgu Guð- rúnar er tileinkað minningu Ingi- bjargar Haraldsdóttur, ljóðskálds og þýðanda, sem lést fyrir skömmu, en Hilmar Örn segir líka að kórinn hiki ekki við að lofa fallegri stemningu í kirkjunni. Tónleikarnir verða í Lang- holtskirkju á sunnudag kl. 16 og svo aftur kl. 20. Keltneskt þema og sérsamið jólalag söngfjelagið heldur tvenna aðventutónleika sína í langholtskirkju á sunnudaginn ásamt listamönnum sem eru komnir víða að. hilmar Örn agnarsson stjórnandi lofar hátíðlegri stemningu. Hilmar Örn agnarsson, kórstjóri Söngfjelagsins, ásamt erlendu listamönnunum sem taka þátt í aðventutónleikunum á sunnu- daginn. FréttablaðIð/anton brInk Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is 3 . d E s E M B E R 2 0 1 6 l A u G A R d A G u R58 M E n n i n G ∙ F R É T T A B l A ð i ð menning 0 3 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :0 7 F B 1 2 0 s _ P 1 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 8 B -6 E 0 C 1 B 8 B -6 C D 0 1 B 8 B -6 B 9 4 1 B 8 B -6 A 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 1 2 0 s _ 2 _ 1 2 _ 2 0 1 6 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.