Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.1983, Qupperneq 13

Víkurfréttir - 15.12.1983, Qupperneq 13
VÍKUR-fréttir JÓLABLAÐ sem maður datt niður stiga út í Höfnum og var meðvit- undarlaus og skv. læknis- ráði var ákveðið að að fara með hann á Slysavarðstof- una í Reykjavík. Þegar komið var inná Reykjanes- braut varð ég var við einhver hljóð aftur í, sem mér þótti grunsamleg. Því stoppaði ég og fór aftur í til að athuga málið. Þá hafði hinn sjúki snúið sér á bakið og gubbað og var því að kafna úr eigin ælu. Þetta eiginlega opnaði augu manns fyrir því að það var vonlaust að vera einn í starfinu og i raun stór- hættulegt. Ég held að þarna hafi munað minnstu að óhapp kæmi fyrir". Var það þá i framhaldi af þessu atviki sem þú fékkst mann þér til aðstoðar? ,,Já, ég hugsa það nú, því ég fór að tala um þetta við Eyjólf Eysteinsson, fram- kvæmdastjóra sjúkrahúss- ins, og úr því kom Hjörleif- ur Ingólfsson inn í þetta, að vísu komu inn í þetta um tíma þeir Gunnar Ólafsson og Ingimar Guðnason. En Hjörleifur var ekki fastráð- inn strax, heldur starfaði hann í útköllum frá Kaupfé- laginu, en þar var hann dei Idarstjóri. En með honum kemur fyrsti fasti aðilinn sem má kalla til i öll útköll, og er hann því fyrsti vísirinn að því að við séum örugglega tveir. En fram að þessu hljóp lögreglan oft undir bagga og ef þeir hefðu ekki verið svona lið- legir í gegnum árin, hefði þetta ekki gengið. Eftir at- vikið í Höfnunum sendi lög- reglan alltaf mann meðsem ökumann, svo við yrðum tveir ef eitthvað bjátaði á og það hefur haldist síðan". Hvað ieiö nú langur timi þar til Hjörleifur varð einnig fastráðinn? ,,Ætli það hafi ekki verið 3 ár. Síðan þróast þetta þannig að Gísli Viðar kemur LALLI Á SJÚKRABÍLNUM: Hef ur flutt 6500 sjúklinga á 13 árum Viðtal við Lárus A. Kristinsson, fyrsta fastráðna starfsmanninn við sjúkrabíl á Suðurnesjum Einn af nauðsynlegustu hlekkjunum i neyöar- og öryggisþjónustu i hverju byggðarlagi er að hafa aðgang að sjúkrabíl. Þetta er ein sú þjónusta sem fæstir vilja þurfa að nota, en allir vilja hafa fyrirhendi. HéráSuðurnesjum hefurþróunin á þessum málum verið nokkuð ör, lengi framan af voru hinir og þessir sem höfðu akstur sjúkrabils að aukastarfi, en nú eru þrir menn með þetta sem fulla atvinnu, auk eins afleysingamanns í Keflavík og annars i Grindavík. Við umræóu um þessimál kemur alltaf upp ihugamanns, sá maðursem lengst allra hefur haft þetta starf með höndum, en þann mann ætlum við einmitt að ræða við i þessari grein, en á rúmlega 13 ára starfstima hefur hann tekið þátt í 6500 sjúkraflutningum og í aðeins einu tilfelli hefur maður látist íbílnum hjá honum, en þetta og meira til kemur fram i viðtalinu. Maður sá sem við ræðum við er auðvitað hann ,,Lalli á sjúkrabilnum“ eins og flestir nefna hann, en hann heitirfullu nafni Lárus A. Kristinsson. Fyrsta spurningin sem við lögðum fyrir hann var hvenær hann hefði byrjað og hver hefði verið fyrsti flutningurinn. „Lögreglan vildi losna viö sjúkrabilinn, og ég festist i starfinu ..." ,, Ég byrjaði 7. nóvember 1970 og var fyrsti flutning- urinn slysaflutningur frá hersjúkrahúsinu á Kefla- víkurflugvelli og á Slysa- varðstofuna í Reykjavík." Hvernig stóð á því að þú byrjaðir? ,,Það bar þannig til að það var að koma nýrsjúkra- bíll. Ég var að standa upp úr bakmeiðslum sem ég fékk á æfingu hjá slökkviliðinu og var fenginn til að tilkeyra nýja bílinn, því hann átti að tilkeyra 2000 km áður en hann yrði tekinn í notkun. Nú, svo festist ég í þessu, lögreglan, sem áður hafði séð um bílinn, vildi losna við hann." Hvernig var starfinu hátt- að fyrstu árin? ,,( 6 ár var ég einn í þessu starfi með starfi við Eld- varnaeftirlitið hér á slökkvi- stöðinni í Keflavík. En ég var í raun fyrsti starfsmað- urinn við það eftirlit, því áður hafði Eyjólfur Eyjólfs- son séð einungis um húsa- skoðanir. En með því að þetta kom hér inn á slökkvi- stöðina varð starfið aðal- lega fólgið í eftirliti með teikningum og stærri bygg- ingum, en ibúðarhús aðeins skoðuð, ef einhver bað um það. Svona gekk þetta fram til 1975 eða 6, að ég er alfarið ráðinn á sjúkrabílinn og gerist þar með starfsmaður sjúkrahússins. En til ársins 1976 var ég einn i þessu starfi, en fékk þó oftast hjálp, t.d. var lögreglan mjög hjálpleg. En þó er mér minnisstætt eitt atvik þar ,,Kristján Sigurösson var já- kvæöur i okkar garö" inn í dæmið um 1980, og þá erum við orðnir þrír og gátum því tekið upp vakta- skipti." Voruð þið þá á vakt allan sólarhringinn, allt árið, fram að því? ,,Já, það trúa þvi fáir að maður hafi bundið sig yfir þessu allt árið í 10ár. Fyrstu 6 árin var ekki um neinn annan að ræða, en eftir að Hjörleifur kom gat maður þó með góðri samvisku skroppið t.d. á eitt þorra- blót, því þá hljóp lögreglan í skarðið. En MOárermaðurí raun bundinn yfir þessu alla daga og nætur, og stundum farnar upp í 8 ferðir á sólar- hring til Reykjavikur." Þetta breyttist þá ekkert fyrr en Gísli Viðar kemur? „Nei, en þá var hægt að setja upp vaktir, og nú hefur Ingimar Guðnason verið í afleysingum á annað ár, og nú fær maður loks sumarfrí og vaktafrí á 10 daga fresti, og þá í 5 daga." „Nú er það fátítt að iækn- ar séu með ykkur, þurfið þið ekki að hafa einhverja kunnáttu til að geta fram- kvæmt rétt viðbrögð hverju sinni? ,,Ég hef farið á þessi svo- kölluðu Borgarspítalanám- skeið, og þá var ég svo heppinn að fá að fara á námskeið sem læknarnir hér voru með. Kristján Sig- urðsson byrjaði á sjúkra- húsinu fljótlega eftir að ég hóf störf og hann varsvojá- Framh. á næstu síöu JÓLAGJÖFIN FÆST HJÁ OKKUR! MITTISÚLPUR með hettu á börn og fullorðna. Litur: grænn og blár Verð 1.800. - MITTISJAKKAR Stærðir: Small - Medium - Large Verð: 1.485. - Je; Gallabuxur Verð kr. 780. - Allar stærðir - Póstsendum - VINNUFATABÚÐIN Hafnargötu 61 - Simi 1075 Hjá okkur færðu bílinn • réttan • blettaðan • almálaöan Önnumst einnig framrúðuskipti. Reynið viðskiptin. BÍLASPTAUTUN FITJAR Njarövik - Simi 1227

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.