Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.1983, Síða 46

Víkurfréttir - 15.12.1983, Síða 46
JOLABLAÐ VÍKUR-fréttir ..Hér bua menn i hálígerdu ralmagnsleysi". Áratugi tók að leggja veginn út á Stafnes I dag eru um 8 km leið frá Sandgeröi og ut á Stafnes og þar er oftast rennifæri, en héráðurfyrrvaroftófært þarna á milli, auk þess sem vegurinn kom frekar seint ut eftir. Sagði Guðmundur að vegurinn heföi fyrst verið lagður frá Keflavik til Garðs og þaðan til Sandgerðis, en áratugi hefði tekið að koma honum út á Stafnes. Hefði hann m.a. tekið þátt í þeirri vegarlagnmgu, þegar fóstri hans gaf vinnu við vegar- lagningu við Flankastaði. Sagði Guömundur að mjólkin hefði verið flutt með hestum inn að Flankastöð- um, sem eru hinum megin við Sandgerði. Var þetta gert annan og þriðja hvern dag. í sóknarnefnd í 25 ár Guðmundur hefur verið í sóknarnefnd Hvalsnes- kirkju i 25ár, þarafvarhann formaður í 20 ár og nú gegnir hann starfi með- hjálpara, og þvi baðum við hann að segja okkur i hverju þetta starf væri fólgið. ,.Það er að aðstoða prest- inn, hjalpa honum i messu- klæðin, undirbúa messu, kveikja upp í kirkjunni og hafa eftirlit með henni, fyrir utan hreingerningar og svo-leiðis". Fáum ekki hitaveitu, aöeins rándýra oliu ,,Við fáum ekki hitaveitu hérna og erum því dæmdir til aö nota rándýra oliu til að hita upp húsin hjá okkur, því við fáum ekki heldur raf- magn. Rafmagnið er eigin- lega i því ólagi hérna á Býja- skerjum, að það er einfasa hérna suður á Stafnes og getum við því aöeins notað það til Ijósa og eldunar, en ekki til upphitunar, þó við vildum. Hér hefur ekkert verið gert í þessum málum síðan rafmagnið kom 1958 og þær spennistöövar sem eru í staurunum anna ekki þvi sem við vildum. Sem dæmi má nefna, að tveir bændur hér i Stafnes- hverfinu sem hafa skepnur, eru meö súgþurrkun og þeir geta ekki báðir þurrkað um leið, þvi þá er ekkert raf- magn. Alls staðar annars staðar á Suðurnesjum er þriggja fasa. Er það alverst hvað menn búa hér viö slæmt rafmagn, það má segja að viö séum bara hér í rafmagnssvelti, menn geta ekkert bætt við sig vegna þess arna og þetta er alltof lítið. Það er helmingi dýrara að hita upp með olíu, en ef við heföum heita vatnið, þó við fáum olíustyrk. Rafveita Miðneshrepps ætti að sjá sóma sinn i þvi að láta okkur hafa 3ja fasa rafmagn, því þeir þurfa hvort sem er að endurnýja alla staura og annan útbúnað hérna.“ Með þessum oröum lauk froðlegu viðtali við Guð- mund Guðmundsson á Bala á Stafnesi, en því gefur hann okkur sem yngri erum nokkra innsýn í brauðstrit fyrri tíma. Koma þarna fram atriði sem vert er að taka til umhugsunar, en einnig ma hafa það í huga að þó maðurinn sé kominn á niræðisaldur, er hann enn að, þó með öðru móti sé, eins og sjá má. að hann, sonur hans og nágranni hafa nýlokið við gerð hafn- armannvirkja sem margir trillukarlar yrðu stoltir af, ef þeir hefðu slíkt til afnota. epj. \'i /A Bæjarstjórn Keflavíkur sendir Kefluíkingum og öðrum Suðurnesjobúum hugheilor óskir um gleðileg jól, gott og forsælt ngtt or. Bæjarstjórn Njarðvíkur sendir Njorðuíkingum og öðrum Suðurnesjomönnum hugheilor jólo- og ngórsóskir. Sendum öllum íbuum Gerðohrepps, suo og öðrum Suðurnesjomönnum bestu jóio- og ngársóskir Sveitarstjórn Gerðahrepps Halnarmannvirki þeirra á Stalnesi.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.