Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.12.1984, Qupperneq 5

Víkurfréttir - 13.12.1984, Qupperneq 5
VÍKUR-fréttir JÓLABLAÐ „Hér eru fallegustu fjörur á landinu“ - segir Ásta Pálsdóttir, myndlistarmaður Fyrir rúmu ári síöan kom ég i heimsókn til vinafólks og tók þá eftir þvi að einn vegginn prýddi vatnslita- mynd, sem ég hafði ekki séó fyrr. ,,Hvar fenguð þið þetta?" spurði ég af eðlislægri forvitni. ,,Finnst þér hún ekki fín? Hún er eftir Ástu Páls“, var svarað. Vissulega þótti mér myndin fin og þessi heimsókn rifjaðist upp fyrir mér þegar ég hafði komið mér fyrir i þægilegum stól i vinnustofu Ástu, nú fyrir skömmu i erindum Vikur-frétta. Ég spurði fyrst, hvenær hún hefði fyrst farið að fást við myndlist: ,,Mig minnir að það hafi verið 1968. Þá fór ég á nám- skeið til Þorsteins Eggerts- sonar. Hann var góður leið- beinandi, a.m.k. fyrir byrj- anda. Síðan hef ég verið að mála meira og minna. Og síðastliðin þrjú ár hefur þetta verið atvinna mín". Fórstu í frekara nám? ,,Þegar Baðstofan var stofnuð fór ég þangað og þar voru ýmsir góðir kenn- arar. Það er óhætt að segja að Eiríkur Smith sé aðal myndlistarkennari minn. Hann hefur verið svo lengi með þessa kennslu hjá Bað- stofunni og það eru aðeins 2 ár síðan ég hætti þar. Auk þessa fór ég á námskeið í módelteikningu í Handíða- og myndlistarskólann og svo fór ég til Einars Hákon- arsonar áannaðnámskeið". Þannig aö Baðstofan á stóran þátt i þessu hjá þér eins og svo mörgum öör- um? ,,Já, það er óhætt að segja það. Erlingur Jóns- son vann þarna mikið braut- ryðjandastarf og hélt þessu alveg uppi um skeið. Síðan fer hann og þá minnkarum- fangið. Erlingur bað mig að taka við þessu og ég var í forsvari fyrir Baðstofuna í 9 ár". Nú notar þú einvöröungu vatnsliti. Hvers vegna? ,,Mér finnst efnið henta mér betur heldur en t.d. olían. Ég hef meiri tilfinn- ingu fyrir þvi. Ef rétt er með vatnsliti farið, þá eiga þeir að vera gagnsæir og ef vel tekst til verða myndirnar af- skaplega tærar. En þetta er afar erfitt efni því maður tekur vatnslitinn ekki aftur þegar hann er kominn á blaðið. Það er ekki hægt að mála yfir. Fyrir nokkrum ár- um síðan sá maður ekkert annað en olíumyndir, en núna er miklu meira um vatnsliti". Áttu þér uppáhalds- myndlistarmann? ,,Ég held mikið upp á Andrew Wyeth, amerískan málara. Ég held ég megi segja að ég sé undir áhrif- um frá honum. Svo er ég einnig mjög hrifin af Þor- björgu Höskuldsdóttur mál- ara. Það er óhætt að kalla mig realista eða raunsæis- mann í listum". Hvert sækir þú mynd- efnið? „Mér fellur best að mála mótív af Suðurnesjum. Hér eru fallegustu fjörur á íslandi, það finnst mörgum skaginn Ijótur, en ég er ekki sammála. Hér er víða fal- legt. Vissulega er hér sums staðar eyðilegt að sjá, en auðnin er oft heillandi, sandur og auðn. Ég hef ferðast talsvert og leitað fyrirmynda og ég varð alveg heilluð af Hornströndum, Aðalvík, þar sem allt er í eyði, húsin tóm og yfirgefin en samt hvert með sina sál. Það er kannski engin til- viljun hvað ég mála oft gömul hús eða eyðibýli. Það er eitthvað heillandi við slíka staði og einnig virðast vatnslitir taka vel við svo- leiðis. Náttúrulífsstemn- ingar eins og þú hefur séð eru mjög áberandi hjá mér. Ég hef lítið fengist við mannamyndir, nema ef til vill í tengslum við einhverja slíka stemningu". Hvernig vinnur myndum þínum? ,,Ég vinn ekki á staðnum. Einfaldlega vegna þess að veðráttan gefur ekki tilefni til þess. Ég rissa stundum upp skissur og nota síðan ,Ég var aiveg heilluð af Hornströndum" Ijósmynd eða eitthvað sem mér dettur í hug að hafa með". Kemur fólk og pantar myndir? „Það er nú dálitið erfitt við það að eiga. Oft er þetta átthagaást. Fólkið vill fá mynd að heiman upp á vegg, en því miðureru þetta iðulega ekki góðar fyrir- myndir og því ekki hægt aö verða við svona ósk. En maður skilur fólkið vel". Hvernig er meö sýningar, er eitthvað slíkt i deiglunni? „Ég tók þátt í sýningum Baðstofunnar þar til fyrir tveimur árum síðan. En fyrsta sýningin var haldin í tilefni af 25 ára afmæli Keflavíkurbæjar. Það var samsýning málara af Suð- urnesjum, sem haldin var Fjölbrautaskólanum. Síð- an var samsýning í Noregi, einnig Suðurnesjamálarar. Svo hélt ég einkasýningu á æskustöðvunum, Sauðár- króki, 1982. Það var fyrsta einkasýningin og sú eina hingað til. Ég stefni að því að halda aðra einkasýningu í Keflavík næsta vor. En maður veit aldrei hvernig málin þróast". Hefur þér gengiö vel aö lifa af þessu? ,,Það hefur gengið vonum framar. Ég hef haft myndir til sölu hjá Birni Samúelssyni í Innrömmun Suðurnesja, og það hefur gengið vel. Björn er afskap- lega indæll maður og hann hefur verið mér mjög innan handar í þessu öllu. Þettaer mitt starf, en það er ekki hægt að ganga að þessu eins og hverju öðru færi- bandi. Það líður oft langur tími án þess að ég komi nálægt pensli, en svo vinn ég í skorpum og þá verður allt annað að sitja á hakan- um. Oft hefur tíminn fráára- mótum og fram á vor nýst mér vel. Sumrin hafa ekki verið eins notadrjúg, a.m.k. ekki síðan ég fór að stunda golfið. Það er mér mikils virði aðgeta unniðað hugð- arefnum mínum", sagði Ásta Pálsdóttir að lokum. ehe. Jil Sander - Jil Sander Inga Kjartansdóttir snyrtifræð- ingur, kynnir hinar frábæru JIL SANDER - vörur laugardag frá kl. 14-18. Gjörið svo vel aö líta inn. Snyrtistofan ANNETTA Vikurbæjarhúsinu - Simi 3311

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.